Akureyrarmót haldið næsta sunnudag

Akureyrarmót í listdansi á skautum verður haldið næsta sunnudag, milli klukkan 8:00 og 14:00. Þar keppa allir A,B og C keppendur, þ.e.a.s. í 3.4.5. og 6. hóp. Dregið verður í keppnisröð á miðvikudagskvöldið klukkan átta og eru keppendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í útdrættinum. Þá er nauðsynlegt að borga keppnisgjöld fyrir næsta laugardag, og helst sem allra fyrst. Keppnisgjaldið er 1.500 kr. og á að leggja peninginn inn á reikning 0162-05-268545. Athugið að setja nafn iðkenda í athugasemt. Nauðsynlegt er að senda póst á sigridur@samskip.is ef iðkendur hafa ekki hug á því að taka þátt. Það einfaldar mjög mikið vinnu við mótið ef við vitum sem allra fyrst af því ef einhver ætlar ekki að taka þátt, þannig að endilega látið okkur vita sem allra fyrst.

Sigurfagnaður í Golfskálanum í kvöld kl. 20.00

Í kvöld kl. 20.00 höldum við sigurfagnað mikinn í tilefni frábærs árangurs bæði karla og kvenna. Allir SA unnendur hvattir til að mæta í grill og gleði.  ÁFRAM SA !!!!

SA Íslandsmeistari í karlaflokki

Þessari frétt er fengin að "láni" af heimasíðu Bjarna Gautasonar www.bjarnig.blog.is Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Rétt í þessu var að ljúka fjórða leiknum milli S.R. og S.A. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Lokastaðan var 5-9 S.A. í vil. S.R. byrjaði betur og komst í 1-0 með marki Arnþórs Bjarnasonar þegar 2:34 voru liðnar af leiknum. Eftir það virðist leikurinn hafa snúist og S.A. tók öll völd á vellinum. Staðan var 1-3  eftir fyrsta leikhluta.

Enginn afís hjá Söruh á mánudaginn!

Afís á mánudaginn næsta hjá 4. 5. og 6. hóp fellur niður vegna fjarveru Söruh.

Dómur fallinn í kærumáli vegna 1. leiksins í úrslitunum.

Dómur féll SA í vil, Emil var dæmdur ólöglegur leikmaður og niðurstaða leiksins því 10 - 0 fyrir SA. Staðan í úrslita-einvíginu er því 2 - 0 og nú vantar bara sigur í dag.  Leikurinn er sýndur beint á RÚV. ÁFRAM SA !!!!!

Pantanir á myndum

Þeir sem enn hafa hug á því að panta myndir hjá okkur frá Ljósmyndara eru vinsamlegast beðnir að athuga það að seinasti dagurinn til að panta er 1.apríl. Vinsamlegast verið búin að senda allar pantanir á netfangið krikri@akmennt.is með uppl. um númer myndar (4ra stafa númer), fjölda og stærð uppl. um verð eru á blaði sem kom með disknum.

Kveðja Kristín K

Ísland - Rúmenía; 4 - 3

Íslenska kvennalandsliðið sigraði það rúmenska í hörkuleik í gærkvöldi í Rúmeníu.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og loturnar fóru 2 - 1, 1 - 1 og 1 - 1 - mikið jafnara verður það ekki.  Í fyrstu lotunni skoraði Anna Sonja eftir sendingu frá Alissu og síðan skoraði Agga eftir sendingu frá Steinunni.

Meistaraflokkur.

Æfing verður frá 11-12.50 á morgunn.

 

Yfirstrumpurinn.

Fundur um Peter Gutter námskeiðið

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þeirra sem fara á námskeiðið verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl:19.30

kveðja Kristín Þöll

Úrslitakeppni í meistaraflokki hefst á miðvikudaginn

Á næsta miðvikudag kl. 19,00 leika SA og SR til úrslita í meistaraflokki.  1. leikur í úrslitakeppninni verður hér í Skautahöllinni á Akureyri og leikur númer 2 daginn eftir á fimmtudeginum kl. 19,00.  3. og 4. leikur verða svo í Laugardalnum á laugardeginum og sunnudeginum þar á eftir og 5. leikur á þriðjudag hér fyrir norðan ef til kemur.