Karfan er tóm.
Hæ, hæ! Það voru send út sms á foreldra allra iðkenda sem eru að fara á keppa á Barna- og unglingamótinu 29. febrúar - 2 mars og þeir beðnir að greiða í s.l. í dag 10.2 eða láta vita annars ef ekki ætti að taka þátt. Það hafa nokkrir greitt en enginn hringt svo við álítum að allir ætli að keppa og erum við búin að greiða keppnisgjöldin samkvæmt því. Gerið skil á keppnisgjöldum sem fyrst. 1 dans =2500 krónur. Reikningsnúmerið er 0162-05-268545; Kennitala 510200-3060. Gott að hafa skýringu með. Kveðja Anna
Í kvöld kl. 18:00 verður hörkuleikur á milli U18 ára landsliðsins og karlalandsliðsins. Leikurinn er hluti af æfingaprógrammi liðanna, sem nú dvelja hér á Akureyri við stífar æfingar. Þjálfari karlaliðsins er Sveinn nokkur Björnsson og honum til aðstoðar er Richard Tahtinen, en þjálfari U18 ára liðsins er Sergei Zak og honum til aðstoðar er Jón Gíslason.
Á þessum tíma í dag var á dagskrá kvennaleikur en þar sem hann féll niður vegna veðurs var þessi leikur færður fram og því ætti enginn áhugamaður um íshokki að verða fyrir vonbrigðum í kvöld.
Heyrst hefur að yngra liðið ætli sér að taka það eldra í gegn og sína þeim í tvö heimana. Einhver unglingurinn hafði á orði að í eldra liðinu væru ekkert annað en hel-stirðar og gat-slitnar risaeðlur sem ekkert erindi ættu í unga og hrausta menn.