Fundur með foreldrum barna- sem boðið er á ÍSS námskeið

Mánudaginn 17. mars klukkan 20:00 verður fundur í skautahöllinni, með foreldrum/forráðamönnum, þeirra barna sem boðið er að taka þátt í námskeið ÍSS, með Peter Gutter. Auk þjálfara sem hafa áhuga á að nýta sér þetta tækifæri.  

Til stendur að ræða sameiginlega um fyrirkomulag námskeiðisins, hverjir ætli sér að fara, hvort standa eigi fyrir hópferð, hugsanlegan kostnað, ósk um leyfi frá skóla, mat, gistingu, hvort einhverjir hafi hug á að vera fararstjórar o.s.frv.

 Skrá þátttakendur á námskeiðið á fundinum.

Námskeið ÍSS - Petter Gutter

Stjórn ÍSS, hefur ákvðið að bjóða eftirtöldum skauturum að taka þátt í námskeið hjá Peter Gutter í Reykjavík dagan 10-14. apríl næstkomand:

  • Afrekshóp ÍSS 1
  • Afrekshóp ÍSS 2
  • A-skautara eldri (Senior, Junior, Novice)
  • A-skautara yngri (12A, 10A og 8A)
  • B-skautara yngri (10B og 8B)

Þeim sem boðið er að taka þátt frá Listhlaupadeild SA eru:

Sigrún Lind SigurðardóttirJunior
Helga JóhannsdóttirNovice
Ingibjörg BragadóttirNovice
Telma EiðsdóttirNovice
Birta Rún Jóhannsdóttir12 ára og yngri A
Elva Hrund Árnadóttir12 ára og yngri A
Kolbrún Egedía Sævarsdóttir12 ára og yngri A
Urður Ylfa Arnarsdóttir12 ára og yngri A
Guðrún Brynjólfsdóttir10 ára og yngri A
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir10 ára og yngri A
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir8 ára og yngri A

Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir10 ára og yngri B
Hrafnkatla Unnarsdóttir10 ára og yngri B
Katrín Birna Vignirsdóttir10 ára og yngri B
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir8 ára og yngri B

Afrekshópar ÍSS greiða ekki þátttökugjald. Námskeiðsgjald fyrir aðra skautara er 5.000.- Þá er yfirþjálfara, þjálfara og aðstoðarþjálfara, sem hafa lokið a.m.k. sérgreinahluta ÍSS 1A boðið að mæta, taka virkan þátt og fylgjast með. Ekkert gjald er fyrir þjálfara.

Peter Gutter, er þekktur um allan skautaheiminn m.a. fyrir færni sína í að kenna píróettur. Einn af þekktari skauturum sem hann kennir er Stephan Lambiel, svissneskur skautari sem hefur unnið til verðlauna m.a. á HM og EM.

Námskeiðið hefst á fimmtudagsmorgni 10 apríl kl:8:00 og lýkur í hádegi mánudaginn 14. apríl. Það er ekki oft sem Íslendingar fá tækifæri til að fá svo sérhæfðan þjálfara til landsins og er það von ÍSS og Helgu yfirþjálfara SA að sem flestum sem stendur til boða að taka þátt, geti það. Ekki verður tekið við skráningum eftir 5. apríl 2008.

Auk ístíma með Peter Gutter, verða í boði upphitunaræfingar, teygjur, afísæfingar, fyrirlestrar og DVD myndir m.a. frá EM 2008. Endanleg dagskrá verður ekki til fyrr en í apríl.

Skemmtileg Sunnudagsæfing

Síðasta sunnudag var gríðarlega gaman þegar hluti meistaraflokks tók létta æfingu með yngri krökkunum við mikinn fögnuð þeirra yngri. Hér má sjá nokkrar myndir frá herlegheitunum.

Frábær árangur á B&U mótinu!

Íslandsmót barna og unglinga í listdansi á skautum, var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Iðkendurnir 33 frá Skautafélagi Akureyrar stóðu sig með afburðum vel og unnu til 13 verðlauna á mótinu, sem verður að teljast frábær árangur! Þar að auki gekk mótið mjög vel og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði. Stjórn Listhlaupadeildar er mjög stolt af þeim keppendum sem tóku þátt í mótinu, enda voru þeir til fyrirmyndar í einu og öllu, hvort heldur sem litið er til frammistöðu á svellinu eða utan þess.
 
Þeir sem unnu til verðlauna í sínum flokki fyrir hönd listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar voru:
 
Gull:
Sandra Ósk Magnúsdóttir (15 ára og eldri B), Helga Jóhannsdóttir (Novice) og Urður Ylfa Arnarsdóttir (12 ára og yngri A)
 
Silfur:
Guðný Ósk Hilmarsdóttir (15 ára og eldri B), Guðrún Marín Viðarsdóttir (14 ára og yngri B),  Urður Steinunn Frostadóttir (12 ára og yngri B) og Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir (8 ára og yngri B)
 
Brons:
Sigrún Lind Sigurðardóttir (Junior), Auður Jóna Einarsdóttir  (15 ára og eldri B) og Aldís Rúna Þórisdóttir (14 ára og yngri B) Birna Pétursdóttir (12 ára og yngri B), Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir (10 ára og yngri B) og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir (8 ára og yngri B)

Enginn sporatími í fyrramálið!

Sporatími milli 06:30 og 07:15 hjá 5. og 6. hópi fellur niður á morgun þriðjudaginn 4. mars. Kv. Helga Margrét 

SA Íslandsmeistari í kvennaflokki

Í gærkvöldi tryggði kvennalið SA sér Íslandsmeistaratitilinn með 4 - 2 sigri á Birninum í 6. viðureign liðanna á þessu tímabili.

Breyting á tímasetningum á B&U mótinu

 Íslandsmót barna og unglinga 29. febrúar – 2. mars 2008 Skautahöllin í Laugardal

 

1.3.2008 Laugardagsmorgunn

08:00:00 09:27:00 17 10 ára og yngri B

09:27:00 10:25:00 10 14 ára og yngri B og 15B drengir

10:25:00 10:40:00 Heflun

10:40:00 11:17:00 5 14 ára og yngri B framhald

11:17:00 12:20:00 10 10 ára og yngri A

Verðlaunaafhending 10B, 14B, 15B drengir og 10A

Laugardagskvöld

17:15:00 18:06:00 7 12 ára og yngri A

18:07:00 20:06:00 8 Novice

19:12:00 19:27:00 Heflun

19:27:00 20:07:00 5 Novice framhald

20:07:00 20:48:30 5 Junior

20:50:00 21:11:30 2 Senior

Verðlaunaafhending 12A, Novice, Junior og Senior

2.3.2008 Sunnudagsmorgunn

08:00:00 08:31:00 6 8 ára og yngri B og 9B drengir

08:31:00 08:52:50 3 8 ára og yngri A

08:52:00 10:07:00 12 12 ára og yngri B

10:07:00 10:22:00 Heflun

10:18:00 11:36:00 12 12 ára og yngri B framhald

11:36:00 12:45:00 10 15 ára og eldri B

Verðlaunaafhending 8B,9B drengir, 8A, 12B og 15B

 

Aukaæfingatími fyrir BU-mótið!

Í dag fimmtudaginn 28. febrúar verður aukaæfing fyrir þá iðkendur sem munu keppa á Barna- og unglingamótinu um helgina. Iðkendur mega mæta milli 19 og 21 og geta farið yfir prógröm með tónlist og/eða rennt yfir það helsta. Kv. Helga Margrét

Síðbúin jólahokkímynd

Það er áralangur siður hjá félagsmönnum Skautafélags Akureyrar að spila hokkí á aðfangadag.  Síðasti aðfangadagur var þar engin undantekning.  Þarna ríkir venjulega mikill jólaandi og þarna koma menn saman sem jafnvel hafa ekki spilað saman lengi, þ.e. brottfluttir og jafnvel menn sem eru hættir að spila reglulega.  Á meðfylgjandi mynd má sjá ýmsa kynlega kvisti, t.a.m. var frekar óhollt að hafa svona marga markmenn á ísnum á sama tíma - Ómar og Mike voru í markinu en svo voru Biggi, Sæmi og Ævar frammi.  Þarna má svo einnig sjá Elvar Jónsteinsson sem er alveg hættur að þora að skauta sökum gigtverkja og aukakílóa, Clark McCormick sem kominn er á ellilaun og Héðinn Björnsson sem skipt hefur hokkíkylfunni út fyrir göngugrind og gangráð.

Tékklisti fyrir skautara fyrir keppnina um helgina

Hér fylgir tékklisti frá Helgur yfirþjálfara um það sem hugsanlega þarf að hafa í keppni 
  • Skautar                                                                                 
  • Skautahlífar                                                                                   
  • Keppniskjóll/samfestingur og helst einn til vara                        
  • Æfingaföt til að hita upp afís                                               
  • Peysa (SA peysa) til að vera í á ís í keppni                                   
  • Vettlingar                                                                             
  • Skautasokkabuxur, tvennar                                                 
  • Spennur og teygjur í hár                                                                
  • Íþróttaskór                                                                                     
  • Hlý úlpa                                                                               
  • Teppi                                                                                              J
  • Vatnsbrúsi                                                                            
  • Hælsærisplástrar                                                                           
  • Sippuband                                                                            
  • Andlitsfarði                                                                                   
  • Hársprey                                                                               J