Meistaraflokksklefinn klár!!
Þá er klefinn klár og menn bara nokkuð sáttir við hann. Einnig var klefinn málaður sem og skautarekkar endurnýjaðir. Það voru meistaraflokksmenn sem stóðu að þessum breytingum.
Þá er klefinn klár og menn bara nokkuð sáttir við hann. Einnig var klefinn málaður sem og skautarekkar endurnýjaðir. Það voru meistaraflokksmenn sem stóðu að þessum breytingum.
Skautdiskó verður föstudagskvöldið 1. ágúst milli kl. 19:00 - 22:00.
Sunnudaginn 3. ágúst verður opið milli kl. 13:00 og 17:00.
Átt þú skauta til að selja mér? Vantar skauta númer 240, ef þú lumar á pari og vilt losna við það endilega hafðu samband við Jóhönnu í síma 663-2879 eða á johannasig@penninn.is.
Einsog við mátti búast hefur fréttaflutningur minnkað á þessari síðu yfir sumartímann. Menn hafa samt ekki setið auðum höndum, fljótlega mun skautaskóli fyrir yngri kynslóðina hefja starfsemi og hvetjum alla foreldra að skoða það. Meistaraflokksmenn hafa verið að æfa sig yfir sumartímann, sumir hafa verið í lyftingum aðrir í knattspyrnu, street-hockey og öðru. Ekki er vitað fyrir víst hvernig meistaraflokkurinn mun líta út á næstu leiktíð en svo mikið er víst að hann mun breytast eitthvað. Heyrst hefur af einhverju svipuðu hjá sunnan liðunum. Ekki er vitað hvort Narfi verði með á næstu leiktíð, en vonum við svo sannarlega að svo verði.
Ef fólk hefur áhuga fyrir erlendu íshokkí, þá mæli ég með þessum síðum.
nhl.com
iihf.com
forums.internationalhockey.net
hockeybuzz.com
eurohockey.net
hockeyarenas.net