Skautanámskeið

KRAKKAR  ATHUGIÐ
Skautanámskeið fyrir krakka sem voru að æfa síðasta vetur og/eða ætla að æfa í vetur.Skautanámskeið verða í sumar, dagana
5. 6. 8. 11. 13. og 15. ágúst kl. 16:30 - 18
Frábært tækifæri fyrir þá krakka sem vilja æfa sig á skautum fyrir veturinn.
Verð kr. 6.000.-

Skautahöllin opin um verslunnarmannahelgina

Skautdiskó verður föstudagskvöldið 1. ágúst milli kl. 19:00 - 22:00.

Sunnudaginn 3. ágúst verður opið milli kl. 13:00 og 17:00. 

SA skautapeysa týnd

Ég týndi SA skautapeysunni minni á fyrsta degi æfingabúðanna. Ef einhver finnur hana í fórum sínum endilega hafið samband í síma 896-8436 sem fyrst. Peysan er númer 12 og mig minnir að hún sé merkt nafninu mínu Hulda Dröfn.

Vantar skauta !!!

Átt þú skauta til að selja mér? Vantar skauta númer 240, ef þú lumar á pari og vilt losna við það endilega hafðu samband við Jóhönnu í síma 663-2879 eða á johannasig@penninn.is.

Aðstoð óskast í mat og akstur!

Enn vantar í akstur og mat, endilega skráið ykkur á einhverja daga. Skráningarblöð eru í andyrinu í skautahöllinni. Nokkrir hafa haft samband og sagst geta verið og hægt sé að hringja þegar vantar, betra væri ef þeir myndu skrá sig, til þess að enginn þurfi að vera niður frá og hringja út þegar vantar.

Afístímar

Minnum á að afístímar fyrstu tvær vikurnar eru BARA á þriðjudögum og fimmtudögum upp á Bjargi. Hina dagana í höllinni. Ef fyrsti tími er afís á Bjargi, þá á að mæta þangað beint!

Vantar aðstoð í æfingabúðum

Til þess að reyna að halda niðri verði æfingabúða ákváðum við að í stað þess að ráða fólk til keyrslu og í hádegismat, að reyna að fá foreldra til að aðstoða. En sem komið er gengur þó ekki nægilega vel að manna það sem til þarf. Ef þið getið veitt aðstoð einhverja daga sendið þá póst á allyha@simnet.is Hér má sjá hvað vantar

Smáræði

Einsog við mátti búast hefur fréttaflutningur minnkað á þessari síðu yfir sumartímann. Menn hafa samt ekki setið auðum höndum, fljótlega mun skautaskóli fyrir yngri kynslóðina hefja starfsemi og hvetjum alla foreldra að skoða það. Meistaraflokksmenn hafa verið að æfa sig yfir sumartímann, sumir hafa verið í lyftingum aðrir í knattspyrnu, street-hockey og öðru. Ekki er vitað fyrir víst hvernig meistaraflokkurinn mun líta út á næstu leiktíð en svo mikið er víst að hann mun breytast eitthvað. Heyrst hefur af einhverju svipuðu hjá sunnan liðunum. Ekki er vitað hvort Narfi verði með á næstu leiktíð, en vonum við svo sannarlega að svo verði.

Ef fólk hefur áhuga fyrir erlendu íshokkí, þá mæli ég með þessum síðum.

nhl.com

iihf.com

forums.internationalhockey.net

hockeybuzz.com

eurohockey.net

hockeyarenas.net 

Haraldur vefstjóri yfirgefur landið og vefinn

Haraldur Ingólfsson sem hefur verið vefstjóri og ritstjóri krulluvefsins flytur af landi brott

Æfingabúðir nálgast og afísæfingar að byrja!

Hér er að finna upplýsingar varðandi æfingabúðir og afísæfingar, sjá lesa meira!