Jóla DVD - Loksins!

Jæja, loksins er jóla DVD diskurinn tilbúinn!! Þrátt fyrir að talsvert sé liðið frá jólum. Vinnslan tók MUN lengri tíma en við áætluðum, bæði í klippingu og brennslu. En niðurstaðan er engu að síður frábær, veglegur diskur, tekinn á tvær fagmyndavélar, vel klippt með lögum og sögumanni, búið að skipta disknum niður í þætti, þannig að einfalt er að finna tiltekna þætti á disknum.

 Hægt verður að nálgast diskinn hjá Kristínu Þöll í Saumakompunni í gilinu, frá og með mánudeginum 2. júní! Muna að taka 1500 krónur með fyrir disknum.

Æfingabúðir

Þessa dagana er unnið að undirbúiningi æfingabúða sem LSA stendur fyrir í sumar. Hér má lesa frekari upplýsinar.

Hér má lesa skýrslu stjórnar frá liðnum skautavetri.

Aðalfundur LSA 2008

Hér má sjá fundagerð aðalfundar stjórnar Listhlaupadeildar SA

Stjórn krulludeildar endurkjörin

Aðalfundur krulludeildar var haldinn miðvikudaginn 7 maí

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldin í Skautahöllinni fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20:00.

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Tapað-Fundið

Skautapeysa nr. 10 er í óskilum hjá Allý í síma 895-5804. Fannst eftir skautamaraþonið.

tapað-fundið

Hæ, hæ! Á skautamaraþoninu tapaðist svört tauhlíf utan af skauta í gistiaðsöðu hjá 3 hóp. Endilega athugið hvort þetta hefur villst með í farangri ykkar. Berghildur Þóra sími:461-2033

Maraþonið mæting 16:30

Mæting í skautahöllina til að taka þátt í maraþoni verður á laugardag klukkan 16:30 og byrjað að skauta á ísnum kl:17:00. Skautamaraþonið stendur í sólarhring!!

Aðalfundur Listhlaupadeildar SA

Hefur þú áhuga á því að kynna þér starf listhlaupadeildarinnar? eða jafnvel áhuga á því að bjóða þig fram til stjórnarsetu? Endilega mættu á aðalfund LSA, sem haldinn verður mánudaginn 5. maí klukkan 20:00 í fundarherberginu í skautahöllinni.