Karfan er tóm.
SA fékk eitt gull og tvö brons á íslands- vetrar og aðventumóti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Helga Jóhannsdóttir sigraði í flokki Novice, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 10A og Emilía Rós Ómarsdóttir í flokki 8B. Iðkendur voru félaginu til sóma bæði innan sem utan íssins. Til hamingju allir.
SKAUTATÖSKUR OG SKAUTABUXUR / JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Skautatöskurnar og skautabuxurnar eru komnar og þeir sem hafa áhuga á þeim fyrir jólin þurfa að panta þær fyrir 12. des. Hægt er panta þær og skoða á miðvikudaginn í skautahöllinni milli kl. 17 - 18:30 eða senda SMS í síðasta lagi 12. des.
ALLÝ,, S- 895-5804
Kavazaki skór töpuðust í skautahöllinni í gær á meðan æfingu 3.hóps stóð yfir, milli 15 og 16.
Ef einhver hefur tekið þá í misgripum, vinsamlegast skilið þeim aftur í höllina til Viðars eða hringja í síma 663-2879.
fyrir hönd skólausrar stúlku
Jóhanna