Hóp- og einstaklingsmyndatökur

Við viljum minna börn í 2. hópi að í dag á æfingu verður hópmyndataka, munið að mæta í snyrtilegum klæðnaði og ef þið eigið jólahúfu megið þið taka hana með.

Á miðvikudaginn fengu nokkrir iðkendur í 3. 4. 5. og 6. hópi miða með sér heim með tímasetningu á einstaklingsmyndatöku sem fram fer á morgun. Aðrir iðkendur sem ekki fengu miða þá fá miða með sér heim bráðlega. Fylgist vel með!

Tímatafla Bikar- og Haustmóts 2007

Hér má sjá tímatöflu Bikarmóts og Haustmóts 2007. Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar.

Foreldrafélagið

Orðsending frá foreldrafélaginu til foreldra iðkenda hjá Listhlaupadeild.

LiðsSkipanin á Brynjumótinu

Hér fyrir neðan er nafnalisti SA eftir flokkum og liðum frá Denna, ef einhvern vantar þarna inn eða ef þið sjáið einhverjar villur þá látið hann vita í denni43@simnet.is   >>>>

Æfingar falla niður

Æfingar á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun falla niður um næstu helgi (17. og 18. nóv.) vegna Brynjumóts í hokkí. Æfingar verða óbreyttar á sunnudagskvöldið hjá 4. 5. og 6. hóp.

Meistaraflokkur S.A. vs S.R.

Laugardaginn 17 nóv. mun S.A. fá S.r. í heimsókn. S.A. menn hafa verið að æfa stíft fyrir þennan leik og ætla sér ekkert annað en gjörsigur í þessum leik. 

Hópmyndatökur miðvikudaginn 14. og föstudaginn 16.nóv.

Ég vil minna 1.hóp á hópmyndatökuna sem verður á morgun miðvikudag á æfinga tíma. Muna að koma með skautakjól eða annað sem þið viljið vera í á myndunum. 

Einnig vil ég minna alla hópa í 2.hóp á myndatökuna sem er föstudaginn 16. nóvember einnig á æfingartíma.

Að lokum vil ég minna foreldra/forráðamenn að kíkja í skautatöskuna eftir hverja æfingu næstu vikur því nú fara að koma heim miðar vegna andlitsmyndatöku. Hún fer fram í íþróttahöllinni og er gengið inn vinstra megin við höllina gegnt Þórunnarstræti.

Kveðja Kristín K

Frá stjórn foreldrafélags v/Brynjumóts

Foreldrafélag SA .      Fréttabréf .    Kæru iðkendur og foreldrar.....................................

Brynjumót um næstu helgi

Nú er Brynjumótið um næstu helgi og búið er að setja saman dagskrá, sem skoða má hér, miðað við þær forsendur sem gefnar hafa verið.  Dagskráin er gefin út með eðlilegum fyrirvara um villur og breittar forsendur.  Á laugardagskvöldinu er svo leikur í Mfl. karla á milli SA og SR.

Keppnisgjöld

Það eru enn margir sem eiga eftir að greiða keppnisgjaldið fyrir mótið sem er núna í lok nóvember. Vinsamlegast gerið skil sem fyrst :-) og látið vita ef einhverjir ætla ekki að taka þátt.

þegar greiða á keppnisgjöld er best að greiða þau inn á reikning listhlaupadeildar 0162-05-268545 kt: 510200-3060. Setja nafn iðkanda sem skýringu. það kemur í veg fyrir að mistök verði, s.s. að fólk sé rukkað um ógreidd gjöld.