Karfan er tóm.
Ég vil minna 1.hóp á hópmyndatökuna sem verður á morgun miðvikudag á æfinga tíma. Muna að koma með skautakjól eða annað sem þið viljið vera í á myndunum.
Einnig vil ég minna alla hópa í 2.hóp á myndatökuna sem er föstudaginn 16. nóvember einnig á æfingartíma.
Að lokum vil ég minna foreldra/forráðamenn að kíkja í skautatöskuna eftir hverja æfingu næstu vikur því nú fara að koma heim miðar vegna andlitsmyndatöku. Hún fer fram í íþróttahöllinni og er gengið inn vinstra megin við höllina gegnt Þórunnarstræti.
Kveðja Kristín K
Foreldrafélag SA . Fréttabréf . Kæru iðkendur og foreldrar.....................................
Það eru enn margir sem eiga eftir að greiða keppnisgjaldið fyrir mótið sem er núna í lok nóvember. Vinsamlegast gerið skil sem fyrst :-) og látið vita ef einhverjir ætla ekki að taka þátt.
þegar greiða á keppnisgjöld er best að greiða þau inn á reikning listhlaupadeildar 0162-05-268545 kt: 510200-3060. Setja nafn iðkanda sem skýringu. það kemur í veg fyrir að mistök verði, s.s. að fólk sé rukkað um ógreidd gjöld.
Iðkendalisti Listhlaupadeildar 2007-8. Ef einhver nöfn vantar þá vinsamlega hafið samband annagj@simnet.is