Kvennalið SA sigrar í fyrsta leik

Í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur Íslandsmóts kvenna og fór leikurinn fram hér á Akureyri.   Enn eru liðin í deildinni aðeins tvö, Skautafélag Akureyrar og Björninn en þessi lið hafa keppt um titilinn síðan árið 1999.  Skautafélag Reykjavíkur tefldi fram liði  tímabilið 2002 – 2003 sem gæddi deildina nýju lífi en því miður tókst þeim ekki að halda úti liðinu lengur en í eitt tímabil.

Lið SA hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í fyrra og flestir lykileikmenn ennþá hjá liðinu, en helsta blóðtakan er brotthvarf Steinunnar Sigurgeirsdóttur.  Lið Bjarnarins hefur aftur á móti misst fleiri leikmenn s.s. Hönnu Heimisdóttur, hokkíkonu ársins 2006, Flosrúnu Vöku og Karítas markmann.
Sarah Smiley er áfram þjálfari SA liðsins auk þess sem hún kemur til með að leika með liðinu, en hún lék ekki með að þessu sinni þar sem leikheimild var ekki frágengin.

staðan í leiknum

staða þegar 2. lota er hálfnuð er 5 - 1  :   12 mín búnar af 3. lotu   staðan 7-1 :  leiknum er lokið með sigri SA 10 gegn 2

Narfaleikurinn í kvöld fellur niður

Leikurinn á milli Narfa og SA í mfl. karla sem átti að vera kl. 20.00 í kvöld VERÐUR EKKI þar sem Narfamenn töldu sig ekki eiga heimangegnt og gáfu því leikinn.  SJÁ frétt á ihi vefnum .  En munið samt að kvennaleikurinn SA - Björninn er kl. 17.00 og við hvetjum alla sanna áhugamenn um Hokkí að mæta og hvetja sitt lið.   ÁFRAM SA ...................

Hokkíleikur fellur niður í kvöld

Leikur Narfa og SA sem vera átti í kvöld verður frestað  en leikirnir á morgun eru óbreyttir, þ.e. kvennaleikur kl. 17:00 og karlaleikur kl 20:00.

Meistaraflokksleikir um helgina

Á morgun kl. 17.00 mætast SA og Björninn í kvennaflokki í sínum 1. leik þessa tímabils, og síðan að þeim leik loknum eða um kl. 20.00 munu Narfinn og SA spila og nú í heimaleik Narfans. Sem sagt nóg að gerast í hokkí um helgina og nú stendur upp á ykkur stuðningsmenn góðir    (O: og KONUR auðvitað :O) að mæta og styðja ykkar FÓLK ( bæði menn og konur sem sagt ). Reynt verður eftir megni að vera með beina útsendingu á netinu með danska kerfinu, en tengil þar inná er að finna á ihi.is .  ÁFRAM SA............................

Auglýstur leikur kvöldsins fellur niður

Leikur kvöldsins sem auglýstur er í dagskránum á milli SA og Narfans fellur niður þar sem þeir síðarnefndu sjá sér ekki fært að koma norður í hann.

Landslið

Einsog fram kemur á vef ihi.is

Fyrstu æfingabúðir landsliðsins

Um helgina voru haldnar fyrstu æfingabúðir landsliðshópa 1 og 2 í listhlaupi á skautum. Anne Schelter sporasérfræðingur sá um ístíma og Sesselja Jarvela íþróttakennari og fimleikaþjálfari sá um afískennslu, einnig fengu þær ýmsa fyrirlestra. Hópurinn stóð sig vel í alla staði og hafði Anne Schelter meðal annars orð á því hversu góður og duglegur hópur þetta væri. Næstu æfingabúðir verða í desember og kemur þá Virpi Horttanan til að sjá um þjálfun á ís.

3.flokks mót

Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í 3.flokki að nú verða 4 helgarmót spiluð í staðinn fyrir staka leiki yfir leiktíðina eins og verið hefur.

Björninn - SA 1 : 6

SA hafði tögl og haldir í leiknum í gærkvöldi í Egilshöll og vann leikinn með 6 mörkum gegn 1.   0:0 , 0:4 , 1:2 

 Mögnuð byrjun hjá SA. Til Hamingju DRENGIR.   Áfram SA...............