Keppnisgjöld

Keppnisgjöld fyrir Sparisjóðsmótið er 1500 krónur og greiðist í síðasta lagi á föstudag 12/10 Reikningsnúmer  0162-05-268545, Kennitala 510200-3060. Látið nafn keppanda fylgja með.

Bolta Pílates og pallatími

Sl. sunnudag var frábær mæting í prufutíma í bolta pílates. Eins og áður segir verða tímarnir á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 í vetur, þetta verða blandaðir tímar af bolta pílates og pallatímum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur skulu mæta 19:15 á Bjarg á fimmtudaginn 11. október (næsta fimmtudag) með 3000 kr. og skrá sig í anddyrinu hjá Allý, þetta verð miðast við tíma fram að áramótum, eftir áramót verður aftur skráning. Ef þið viljið vera með en af einhverjum ástæðum komist ekki í fyrsta tímann þá getið þið haft samband við Helgu þjálfara í síma 8214258 eða í emaili á helgamargretclarke@gmail.com.

 

Örlitlar breytingar á æfingatíma á morgun!

Á morgun þarf að breyta heflunartíma og þar með breytist æfingatími hjá 4. hóp. Æfingin hjá 4. hóp verður því milli 17:10 og 17:55! Æfingar hjá öðrum hópum haldast óbreyttar! Þessi breyting á bara við um morgundaginn ekki næsta miðvikudag!

Leikir kvenna og 2.fl um helgina í egilshöll.

Kvennaflokkur spilar kl 20.15 föstudagskvöld og 2 flokkur strax á eftir eða um 22.30. Á laugardag spilar kvennaflokkur kl 18.15 og 2 flokkur kl 21.00.

Björninn 1 vann Bikarinn

Jæja, þá er fyrsta Bikarmótinu í 4.fl. lokið og SA þakkar Birninum fyrir komuna og góða skemmtun um helgina. Björninn mætti með tvö lið og hafði nokkra yfirburði á þessu móti og sjá mátti afar skemmtilega leiki þegar þeir tókust á innbyrðis. SA-liðið átti við ofurefli að etja en stóðu sig eins og hetjur og létu ekki bugast við mótlætið heldur börðust eins og sannir víkingar alveg fram á síðasta pökk. Mótinu lauk svo um hádegisbil með pizzaveislu og vonum við að allir hafi átt gleðilega helgi og góða heimferð. Einnig var leikur í 2.fl.

Skautar til sölu

Edea skautar nr: 235 eru til sölu. Skautarnir voru notaðir í ca 3 mánuði. Upplýsingar gefur Allý í síma 8955804

HUMMEL gallarnir !!!

Nú eru hummel-gallarnir loksins komnir í Sportver og því þurfa nú allir að fara og máta og panta á sig og sína. Passið að skrá nafn barns og stærð. Etv. eru ekki öll börn skráð á listann í Sportveri en þá er bara að bæta nafninu þar á og rétta stærð.
Með von um skjót viðbrögð frá ykkur svo við getum farið og pantað gallana sem fyrst.  Stjórn Foreldrafélagsins.

Æfingagallar-seinasti séns

Á morgun föstudaginn 5.okt. frá kl: 16.30-17.30 verður hægt að máta og panta æfingabuxur, peysur og kaupa skautatöskur. Þetta er seinasti dagurinn.

kveðja Stjórnin

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags listhlaupadeildar verður haldinn miðvikudaginn
10. október n.k. Fundurinn verður uppi í fundarherbergi skautahallar
(stiginn upp í stúku og síðan hægri snú og fyrstu dyr til vinstri). Hefst
klukkan 20.00. Búið er að manna stjórn en áhugasamir velkomnir sem
varamenn.
Stjórn foreldrafélags listhlaupadeildar.

Breyttar æfingar um helgina vegna hokkímóts!

Vegna hokkímóts um næstu helgi verða örlitlar breytingar á æfingum. Það verða óbreyttar æfingar hjá 3. hóp yngri og eldri á laugardag en æfingar milli 8 og 11 á sunnudagsmorgun falla niður. Á sunnudagskvöldið verða æfingar sem hér segir:

4. hópur milli 17:10 og 18.20

5. hópur milli 18:20 og 19:40

6. hópur milli 19:40 og 21:00