10.09.2007
Við viljum minna á að æfingar hefjast hjá 1. og 2. hópi miðvikudaginn 12. september og er æfingin milli 16:30 og 17:10. Á æfingatímanum verður líka hægt að skrá nýja iðkendur, nálgast upplýsingar og greiða æfingagjöld. Hlökkum til að sjá alla!
08.09.2007
S.A. tapaði báðum leikjum sýnum á ASETA bikarmótinu í gær. S.A. tapaði 3-2 fyrir Birninum eftir vítakeppni, Jón Gísla skoraði öll mörk S.A.. Seinni leikurinn var gegn S.R. og tapaðist hann 4-2. Mörk S.A. skoruðu Jón Gísla og Orri Blöndal. Mann ekla hefur sett strik í reikning í leik S.A. á mótinu, en ungu strákarnir Ingó,Binni,Andri og Árni Freyr hafa komið sterkir inn. Tveir leikir eru eftir á mótinu hjá S.A. og eru þeir báðir við NARFA. ÁFRAM SA!!!!!!
07.09.2007
Vegna ASETA-Mótsins og ritara og dómaranámskeiða sunnan heiða nú um helgina falla æfingar niður á morgun Laugardag.
06.09.2007
Innritun í Listhlaupadeild er í fullum gangi. Hægt er að innrita í opnum tímum í Skautahöllinni. Sjá Extra blaðið eða með því að senda póst á
annagj@simnet.is. Þá þarf að gefa upp nafn og kennitölu iðkanda og forráðamanns, símanúmer, gms númer og heimilisfang. Kveðja Anna
06.09.2007
Þeir sem ætla að nýta sér ávísunirnar frá Akureyrarbæ upp í æfingagjöldin geta komið þeim inní skautahöll þegar yngri hóparnir koma á miðvikudaginn 12. september. Eða haft samband við Önnu í síma 849-2468 eftir kl:16:00. Þetta þarf að gera sem fyrst vegna útreikninga á æfingagjöldum. Kveðja Anna
04.09.2007
Í síðustu viku fengu allir iðkendur í 4., 5. og 6. hópi bréf heim með sér sem inniheldur mikilvægar upplýsingar til foreldra. Mjög mikilvægt er að allir foreldrar hafi fengið og lesið bréfið þar sem það inniheldur meðal annars upplýsingar varðandi keppnir, dansa og einkatíma. Ef einhver hefur ekki fengið bréf í síðustu viku þá hafið samband við Helgu yfirþjálfara í e-maili helgamargretclarke@gmail.com eða í síma 8214258.
04.09.2007
Um síðustu helgi fór Helga þjálfari yfir upphitunaræfingar með iðkendum 3.-6. hóps. Mikilvægt er að allir fylgi þessu eftir í vetur bæði til að fyrirbyggja meiðsli og til að hraða framförum. Upphitunin tekur hámark 20 mín og því er nauðsynlegt að mæta frekar tímanlega á æfingar. "Upphitunarblöð" hanga á vegg á upphitunarsvæðinu.
03.09.2007
Morgunæfingin hjá 5. og 6. hóp á morgun verður færð þar til á fimmtudagsmorgun vegna krulluhóps sem kemur á svellið. Æfingin verður því á fimmtudagsmorgun milli 6:30-7:30. Látið þetta berast!
30.08.2007
Þriðjudaginn 4. september n.k. hefjast æfingar hjá 4., 3., 2. flokki auk meistaraflokkanna og æft verður samkvæmt æfingatöflu síðasta árs. Þriðjudaginn 11. september byrja svo 5., 6., 7. flokkur auk byrjendaflokks og verða æfingar einnig skv gömlu æfingatöflunni.
30.08.2007
Æfingar hjá byrjendum og þeim iðkendum sem æfðu í 1. og 2. hópi síðasta vetur hefjast vikuna 10.-16. september. Enn er tekið við skráningum í deildina og er hægt að skrá sig með því að velja "skráning í félagið" hér í valmyndinni til vinstri. Haft verður samband símleiðis þegar nær dregur og látið vita hvenær æfingar hefjast. Tímataflan er komin út og er undir "tímatafla 2007-2008" einnig hér í valmyndinni til vinstri, þar er hægt að sjá á hvaða tímum æft verður í vetur.
Einhverjir iðkendur sem æfðu í 2. hópi síðastliðinn vetur fá val um að færast upp í 3. hóp eldri eða yngri. Haft verður samband við foreldra þeirra iðkenda um leið og skráning berst.
Við hlökkum til að sjá alla aftur og bjóðum nýja iðkendur velkomna!