Aukaæfing hjá 4. hóp

Aukaæfingin hjá 4. hóp verður ekki í fyrramálið, í staðinn verður þessum iðkendum boðið að koma á ísinn á föstudag á almenningstíma.

Meistaraflokkur

Meistaraflokkur S.A. spilar gegn S.R. í Hilmarshúsi í laugardalnum á laugardaginn 20 okt kl 19:00

Æfingar um helgina!

Föstudagurinn 19. október

15:00-16:00 = 3. hópur eldri
16:30-17:10 = 2. hópur
17:25-18:50 = Þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina
19:00-19:45 = Afís þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina


Laugardagurinn 20. október

11-12 = 3. hópur yngri
12-13 = 3. hópur eldri

Sunnudagurinn 21. október

17:15-18:30 = Þeir iðkendur úr 4. 5. og 6. hópi sem ekki fóru suður að keppa um helgina

Smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 17. október verður smá breyting á æfingatíma 5. og 6. hóps vegna undirbúnings undir Haustmótið um næstu helgi. Þeir sem keppa í 12 ára og yngri A, Novice og Junior skulu mæta á ísinn milli 19 og 20 en þeir úr 5. og 6. hópi sem ekki fara suður (keppendur í 14 ára og yngri B og 15 ára og eldri B) skulu mæta milli 18:10 og 19.

Sjónvarpsleikur

Einsog fram kemur á vef ihi

Úrslit seinni leikjanna í Egilshöll

Kvennalið SA vann aftur Bjarnarkonur með og nú með 11 mörkum gegn 3 leikurinn var í beinni á vefnum og sjá má gang leiksins hér.  2.fl. SA tapaði hinsvegar fyrir Birninum með 3 mörkum gegn 4 og hægt er að skoða þann leik hér.      Áfram SA  (O:    :O)

Úrslit á Sparisjóðsmóti 2007

Hérna koma úrslitin frá Sparisjóðsmótinu. Hjá yngri flokkum eru ekki birt fleiri en 3 sæti og hinar sem á eftir koma eru taldar upp í stafrófsröð. Öll sæti eru birt hjá 14 ára og yngri B, 15 ára og eldri B, Novice og Junior

Foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn í Skautahöllinni á Akureyri kl:20 með foreldrum þeirra iðkenda sem eru að fara suður um næstu helgi. Einnig minnum þá sem eiga eftir að borga keppnisgjöldin  fyrir það mót að gera það hið fyrsta.

Opinn tími hjá stjórninni

Næsti opni tími er 7. nóv. frá 16:30-17:10. í millitíðinn er hægt að hafa samband við stjórnina, netföng og símanúmer eru á sasport.is. Við erum að vinna í æfingagjöldum svo að það má fara að búast við rukkunum. Einnig minnum við þá á sem eru með ávísanir frá Akureyrarbæ að hafa samband við Önnu annagj@simnet.is

Engar æfingar í kvöld hjá 4. 5. og 6. hóp!

Engar æfingar verða í kvöld hjá 4. 5. og 6. hóp. Venjulegar æfingar í næstu viku.