06.01.2020
SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 7. janúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 18 stig. SA Víkingar tefla fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur þar sem allir leikmenn liðsins eru uppaldir í félaginu og þurfa nú nauðsynlega á stuðningi stúkunnar að halda. Aðgangseyrir 1000 kr. en Víkingar ætla að bjóða öllum 18 ára og yngri frítt á leikinn á laugardag. Sjáumst í Skauthöllinni á laugardag!
23.12.2019
Á jólasýningunni í gær var Aldís Kara Bergsdóttir valin skautakona Listhlaupadeildar 2019 auk þess sem hún fékk afhenta viðurkenningu frá Skautasambandi Íslands sem Skautakona Íslands 2019
23.12.2019
Jólasýning Listhlaupadeildar 2019 var haldin í gær. Iðkendur deildarinnar göldruðu framúr ermunum hugljúfa sýningu sem kveikti jólaandann í brjósti gesta, sem að þessu sinni voru fjölmargir. Stelpurnar í 1.hópi fengu svo liðsinni frá nokkrum hokkýdrengjum sem lífguðu sannarlega upp á sýninguna. Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna.
23.12.2019
Nú er komið jólafrí í deildarkeppnunum erlendis en þar eigum við fjölmarga leikmenn sem allir hafa staðið sig frábærlega á fyrri hluta móts. Silvía Rán Björgvinsdóttir sem spilar með Södertälje í sænsku 1. deildinni er bæði stigahæsti og markahæsti leikmaður 1. deildarinnar sem stendur. Silvía hefur raðað inn mörkunum í vetur og er komin með 21 mark í 18 leikjum og 8 stoðsendingar ofan á það og 29 stig í heildina. Liðið hennar Södertälje er í öðru sæti austur-deildarinnar og hefur unnið 15 leiki en aðeins tapað 3 á tímabilinu. Sunna Björgvinsdóttir sem einnig spilar með Södertälje lenti í meiðslum síðari hluta tímabilsins en hefur einnig verið dugleg í markaskorun en hún er með 16 stig í 14 leikjum og með 6 stig í síðustu tveimur leikjum eftir að hún snéri aftur úr meiðslunum.
16.12.2019
Aldís Kara Bergsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2019 af stjórn Skautasambands Íslands. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko og keppir í Junior Ladies (Unglingaflokki kvenna). Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur titilinn skautakona ársins.
14.12.2019
SA vann sanngjarnan 7:2 sigur á liði Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld og fara því með 16 stig í jólafríið gegn 5 stigum Reykjavíkur þegar eftir er að leika þrjá leiki í deildinni, þannig að Reykjavíkurliðið getur ekki náð þeim að stigum.
12.12.2019
Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 22. des nk. kl: 17, þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar sem þema sýningarinnar í ár er The night before christmas. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
Í lok sýningarinnar munum við veita viðurkenningu til Skautakonu ársins.
12.12.2019
Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Brasov í Rúmeníu þar sem það hefur leik í undankeppni Ólympíuleikanna í dag. Fyrsti andstæðingur liðsins er Kyrgyztan en leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og má sjá beina útsendingu frá leiknum hér. Ísland mætir svo Ísrael á morgun og Rúmeníu á laugardag en aðeins efsta liðið í riðlinum fer áfram í næstu umferð.
11.12.2019
Listhlaupadeild og íshokkídeild hafa ákveðið að allar æfingar falla niður í Skautahöllinni í dag vegna veðurs. Njótið dagsins.
10.12.2019
Allar æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag vegna veðurs! Eldri flokkar fá upplýsingar um sínar æfingar síðar í dag í gegnum sportabler.