Karlalandsliðið í íshokkí hefur leik í undankeppni Ólympíuleikanna í dag

Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Brasov í Rúmeníu þar sem það hefur leik í undankeppni Ólympíuleikanna í dag. Fyrsti andstæðingur liðsins er Kyrgyztan en leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og má sjá beina útsendingu frá leiknum hér. Ísland mætir svo Ísrael á morgun og Rúmeníu á laugardag en aðeins efsta liðið í riðlinum fer áfram í næstu umferð.

Allar æfingar falla niður í dag í Skautahöllinni vegna veðurs

Listhlaupadeild og íshokkídeild hafa ákveðið að allar æfingar falla niður í Skautahöllinni í dag vegna veðurs. Njótið dagsins.

Æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag

Allar æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag vegna veðurs! Eldri flokkar fá upplýsingar um sínar æfingar síðar í dag í gegnum sportabler.

Reykjavík sigraði í kvöld

SA stúlkur koma stigalausar heim úr Reykjavíkurferð í kvöld en Reykjavík vann sanngjarnan 5:4 sigur í Skautahöllinni í Laugardalnum. Þrátt fyrir það eru SA stúlkur enn með mikið forskot í deildinni en þær eru með 13 stig en Reykjavík með 5. Næsti leikur liðanna er næsta laugardag á heimavelli SA.

Kolbrún Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson íshokkífólk SA árið 2019

Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2019. Voru þau heiðruð um helgina í leikhléi SA og Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna.

Meira af Íslandsmóti barna og unglinga/Íslandsmeistarmóti ÍSS 2019

SA átti 3 keppendur á Íslandsmóti barna og unglinga og 3 keppendur á Íslandsmeistaramóti ÍSS í listhlaupi sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Þær skiluðu sér allar í verðlaunasæti.

Aldís Kara og Júlía Rós Íslandsmeistarar í Listhlaupi 2019

Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir báðar úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu Íslandsmeistarar í listlaupi nú um helgina. Júlía Rós sigraði í Advanced Novice með samanlögð stig uppá 80.83 stig. Í öðru sæti í Advanced Novice var Freydís jóna Jing Bergsveinsdóttir með 70.87 stig. Í junior flokk var það Aldís Kara Bergsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 118.22 stig. Á heimsíðu ÍSS má finna frekari upplýsingar um keppnina. Við óskum stúlkunum öllum til hjartanlega hamingju með glæsilegan árangur!

SA-stúlkur með enn einn sigurinn

Í kvöld áttust lið SA og Reykjavíkur við í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrir leikinn í kvöld var lýst vali hokkídeildarinnar á hokkífólki ársins sem eru þau Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju, þau eru vel að titlunum komin.

Viðtal við Mörtu Maríu og Aldísi Köru í Taktíkinni á N4

Íþróttaþátturinn Taktíkin á sjónvarpsstöðinni N4 tók listhlaupadrottningarnar okkar þær Mörtu Maríu Jóhannesdóttur og Aldísi Köru Bergsdóttur í viðtal í vikunni. Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér.

SA Víkingar komnir á topp Hertz-deildarinnar

SA Víkingar lögðu Björninn á laugardag í stórskemmtilegum leik í toppslag Hetrz-deildar karla með 6 mörkum gegnum 3. SA Víkingar jöfnuðu Björninn að stigum á toppi Hertz-deildarinnar en bæði lið eru nú með 12 stig en aðeins betri markatala Víkinga skilur liðin að. Jóhann Már Leifsson og Hafþór Andri Sigrúnarson voru atkvæðamiklir að vanda í leiknum og skoruðu tvö mörk hvor.