SA Víkingar með tap gegn Fjölni í kvöld

SA Víkingar töpuðu fyrir Fjölni í seinni leik tvíhöfða-helgar í Hertz-deild karla í kvöld – lokatölur 2-4. Fyrsta tap SA Víkinga á tímabilinu staðreynd og liðin skilja því jöfn eftir helgina en SA Víkingar eru en á toppi deildarinnar með 18 stig og Fjölnir í öðru sæti með 9 stig og einn leik til góða á Víkinga.

SA Víkingar stórgóðir í fyrri leik tvíhöfðans gegn Fjölni

SA Víkingar unnu stórsigur, 8-2 á Fjölni í Hertz-deild karla í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur tvíhöfða-helgar en SA Víkingar taka aftur á móti Fjölni annað kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Alex Máni Sveinsson átti flottann leik og skoraði þrennu í leiknum.

SA Víkingar - Fjölnir föstudagskvöld kl. 19:30 - með áhorfendum!

SA Víkingar taka á móti Fjölni á föstudagskvöld kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa spilar reglulega vel það sem af er tímabili og eru efstir í Hertz-deildinni með fimm sigra úr jafn mörgum leikjum. Búið að aflétta áhorfendabanni og getum við tekið við um 100 áhorfendum fæddum fyrir 2005

SA stúlkur með tvö sigra í Hertz-deild kvenna um helgina

SA stúlkur lögðu Fjölni tvívegis um helgina í Hertz-deild kvenna, 9-0 á laugardag og svo 17-0 á sunnudag. SA er því komið með yfirburða stöðu í deildarkeppninni með 15 stig eftir 5 leiki spilaða en Fjölnir er í öðru sæti með 3 stig en eiga einn leik til góða.

Tvíhöfði hjá SA í Hertz-deild kvenna um helgina

Tveir leikir fara fram á Akureyri um helgina í Hertz-deild kvenna þegar Fjölnir sækir okkar stúlkur heim í tvíhöfða. Leikirnir eru á laugardag kl. 17.45 og sunnudag kl. 9.00. Liðin mætust síðast í Egilshöll í september en þá sigraði SA með 5 mörkum gegn 3. Það er áhorfendabann á leikina en þeim verður báðum streymt í beinni útseningu á ÍHÍ-TV.

Sigrar hjá öllum SA liðunum í leikjum helgarinnar

SA hokkí liðin unnu sigra í öllum leikjum helgarinnar en keppt var í Hertz-deildum kvenna og karla ásamt U-18. Kvennalið SA vann stórsigra á nýliðum SR í tvíhöfða á Akureyri 17-2 og 19-0. SA Víkingar unnu 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag og U18 lið SA vann 6-3 sigur á Fjölni á föstudagskvöld.

Frábær árangur SA stúlkna á Reykjavíkurleikunum um helgina.

Íslandsmet og persónulegmet féllu um helgina

Þrjú gull og Íslandsmeistaratitlar á RIG

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyar tryggði sér þrjú gullverðlaun og 3 Íslandsmeistaratitla á seinni keppnisdegi skautamóts Reykjavíkurleikanna. Freydís Jóna vann gull í Advanced Novice flokk og Sædís Heba Guðmundsdóttir varð í öðru sæti. Júlía Rós setti persónulegt met í Junior flokki með 128.37 stig og Aldís Kara setti Íslandsmet í Senior flokki með 123.44 stig.

Tvíhöfði í Hertz-deild kvenna á Akureyri um helgina

SA hefur leik í Hertz-deild kvenna nú um helgina eftir Covid hlé með tveimur leikjum gegn SR. Sá fyrsti fer fram á laugardag kl. 17.45 og sá síðari á sunnudag kl. 9.00. Strangt áhorfendabann er á leikina en leikjunum verður streymt í beinni á SA TV sem má finna hér vinstra megin í valmyndinni.

Keppni á Reykjavíkurleikunum í listhlaupi 2021 hefjast í dag

Keppni á Reykjavíkurleikunum í listhlaupi 2021 hefjast í dag. Eins og fram kemur á síðu skautasambandsins þá verða samhliða afhentir Íslandsmeistaratitlar ársins 2020. Þetta var ákveðið af stjórn í ljósi þess að Íslandsmóti ÍSS, sem átti að fara fram í nóvember sl., var aflýst sökum æfinga og keppnisbanns sem hafði verið um land allt. Því verður verðlaunaafhending tvöföld.