ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR FYRST ÍSLENSKRA SKAUTARA AÐ NÁ LÁGMÖRKUM INNÁ EVRÓPUMEISTARAMÓT

Aldís Kara Bergsdóttir lauk keppni í dag á Nebelhorn Trophy sem fram fer í Oberstdorf í Þýskalandi. Mótið á sér langa sögu og dregur árlega að sér marga þá fremstu í íþróttinni ásamt því að dómarar og tæknisérfræðingar/-stjórnendur mæta þangað til þess að endurnýja réttindi sín hjá Alþjóða skautasambandinu (ISU). Þetta ár voru margir keppendur skráði til leiks í öllum greinum þar sem að um er að ræða síðasta mótið þar sem hægt er að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2022.

SA Víkingar lagðir af stað í Continental Cup

SA Víkingar eru nú lagðir af stað til Vilníus í Litháen þar sem liðið mun taka þátt í fyrstu umferð Continental Cup. Í riðlinum ásamt SA Víkingur eru Litháensku meistararnir Hockey Punks Vilníus og Eistnesku meistararnir Tartu Valk 494. Þessi lið mætast í dag en SA Víkingar hefja leik á morgun laugardag kl. 14.00 á íslenskum tíma þegar liðið mætir Tartu Valk 494 og svo á sama tíma á sunnudag gegn heimaliðinu Hockey Punks en leikið er í Pramogu Arena í Vilníus sem tekur um 2500 manns í sæti.

Aldís gerði vel í stutta í undankeppni Ólympíuleikanna

Aldís Kara Bergsdóttir var mjög nálægt sínu besta í undankeppni Ólympíuleikanna í gær þegar hún fékk 39.92 stig fyrir stutta prógramið sitt og er í 31. sæti sem stendur. Aldís er fyrsti íslenski skautarinn til þess að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna an margir af bestu skauturum heims eru á mótinu eins og t.d Alysa Liu frá Bandaríkjunum sem nú situr í efsta sæti en hún varð Bandarískur meistari bæði 2019 og 2020.

Tvíhöfði í Hertz-deild kvenna um helgina

SA tekur á móti SR í Hertz-deild kvenna nú um helgina í tveimur leikjum. Sá fyrsti fer fram á laugardag kl. 16.45 og sá síðari á sunnudag kl. 9.00. Miðaverð er 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða fer fram í gegnum miðasölu appið Stubb.

Atli kominn heim í SA

Atli Þór Sveinsson er kominn heim í SA eftir að hafa spilað í nokkur ár í Þýskalandi og Finnlandi. Atli er 19 ára varnarmaður uppalinn í SA en flutti ungur út til Þýskalands með fjölskyldu sinni og spilaði þar fyrir unglingalið stórliðsins Eisbären Berlín en síðasta vetur spilaði hann með U20 liði Roki í Finnlandi. Atli hefur spilað með fyrir öll unglingalandslið Íslands og á einnig 3 leiki með A-landsliðinu.

SA liðin sterk á heimavelli

SA liðin unnu bæði sigra á Fjölni í Hertz-deildunum á laugardag. SA Víkingar unnu Fjölni 6-4 og SA stúlkur 14-3.

Hertz-deild kvenna fer af stað á heimavelli

SA stúlkur hefja leik í Hertz-deildinni nú um helgina þegar Fjölnir mætir í heimsókn. SA stúlkur áttu yfirburðar tímabil síðasta vetur þar sem liðið lék við hvern sinn fingur og vann alla leiki sína í deild og unnu svo Íslandsmeistaratitilinn eftir harða viðureign við Fjölni í úrslitakeppninni.

Heimaleikir um helgina!

Það verður stór hokkídagur um helgina í Skautahöllinni þegar bæði meistaraflokks liðin okkar spila sína fyrstu heimaleiki í Hertz-deildunum. Athugið að nú er hægt að kaupa miða á leikina í forsölu í gegnum Stubb og við mælum með því vegna sóttvarnar skráningar. Miðaverð er 1000 kr. á hvorn leik - frítt fyrir 16 ára og yngri.

SA Víkingar byrja tímabilið vel

SA Víkingar byrja nýtt tímabil í Hertz-deildinn vel en þeir unnu sannfærandi 6-2 sigur á SR í gærkvöld í Laugardal. Ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref í leiknum og aðrir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir SA Víkinga sem byrja tímabilið vel þrátt fyrir mikil mannaskipti frá síðasta tímabili.

Nýtt upphaf hjá SA Víkingum

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á morgun þegar liðið mætir Skautafélagi Reykjavíkur syðra í fyrsta leik Hertz deildarinnar þetta tímabilið. Íslandsmeistaralið Víkinga hefur tekið töluverðum breytingum frá síðasta vetri þar sem 10 leikmenn eru farnir úr liðinu.