Ferðalangar komnir heim að lokinni keppni í Lake Placid

Þá eru þær stöllur Júlía Rós Viðarsdóttir, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Darja Zaychenko þjálfari komnar heim að lokinni fer á International childrens winter game sem fram fóru í Lake Placid í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Fyrri keppnisdagur á Íslandsmótinu í lishlaupi

Fyrri keppnisdeginum á Íslandsmótinu og fyrri keppnisdeginum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi fór fram á laugardag en þar hófst keppnin með keppnisflokknum chicks. Þar áttum við einn keppanda hana Berglindi Ingu. Því næst fór fram keppni í hópnum cups. Þar áttum við líka einn keppanda hana Sædísi Hebu. Þær stóðu sig gríðarlega vel, en í yngstu hópunum er ekki raðað í sæti.

SA Víkingar - Björninn/Fjöldir í Hertz-deild karla á morgun

SA Víkingar taka á móti Birningum/Fjölni á morgun, laugardaginn 1. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Leikir liðanna hafa verið virkilega jafnir og spennandi í vetur svo búast má við hörkuleik. Mætum í höllina og styðjum okkar lið til sigurs! Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Íslandsmót/Íslandsmeistaramót í Egilshöll helgina 1. og 2. desember

Íslandsmótið/Íslandsmeistaramótið í listhlaupi verður haldið í Egilshöll helgina 1. og 2. desember.

SA Víkingar - SR í Hertz-deild karla annað kvöld kl. 19:30

SA Víkingar taka á móti SR í topslag Hertz-deildar karla þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SR er á miklu flugi þessa daganna og erum með 11. stig á topi deildarinnar en SA Víkingar fylgja í humátt á eftir með 8 stig og hafa spilað tveimur leikjum minna en SR og geta því með sigri jafnað SR að stigum. Það er hægt að nálgast Víkinga boli og derhúfur úr forpöntun í sjoppunni á meðan leik stendur. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

SA vann Reykjavík auðveldlega í Hertz-deild kvenna

Kvenna lið Skautafélags Akureyrar vann sannfærandi sigur á liði Reykjavíkur, 7-0, í gærkvöld á heimavelli sínum í Skautahöllinni á Akureyri. SA hafa því fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjum vetrarins. Skautafélags Akureyrar átti 69 skot á mark Reykjavíkur á Karítas Halldórsdóttur sem stóð vaktina í marki Reykjavíkur. Átti hún á köflum stórleik og sýndi flott tilþrif á milli stanganna.

Flottur árangur hjá stúlkunum okkar í Kristalsmótinu

Síðastliðna helgi fór fram millifélaga mót Listhlaupadeildar Fjölnis, þar sem þeir keppendur sem eru ýmist að stíga sín fyrstu skref í keppni eða keppa af áhuga komu saman á þessu fyrsta móti tímabilsins í þessum flokki. Um 80 keppendur tóku þátt á mótinu frá öllum þremur félögunum, SA, SR og Fjölnir (sem áður var Björninn).

Leikurinn Björninn vs SA í Egilshöll

Hægt er að horfa á leikinn á Youtube rás Bjarnarins, farið inn á Youtube og leitið að Skautafelagið Björninn

Ísold sigraði á Tirnava Ice Cup

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri til þessa um helgina þegar hún keppti á alþjóðlega listhlaupa mótinu Tirnavia Cup sem fram fór í Slóvakíu og landaði gulli í flokknum Advanced Novice. Ísold fékk 95.87 stig í heildina sem skilaði henni fyrsta sætinu á undan Slóvakíu, Ítalíu og Tékklandi sem voru í næstu sætum. Þetta er besti árangur Ísoldar til þessa og greinilegt að hún kemur sterkari en nokkru sinni tilbaka eftir erfið meiðsli síðasta vetur sem hafa haldið henni frá keppni í tæpt ár.

Nýtt byrjendanámskeið í listhlaup og íshokkí

Nýtt námskeið í listhlaupi og íshokkí hefst 5. nóvember en námskeiðið stendur yfir í 4 vikur - alls 8 æfingar. Verð 5.000 kr. sem gengur upp í æfingagjöld í vetur ef barnið heldur áfram. Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30-17.15. Allur búnaður innifalinn - bara mæta 20 mín. fyrir æfingu. Skráning fer fram hjá Söruh Smiley í hokkí hockeysmiley@gmail.com og Vilborg Þórarinsdóttur í listhlaup formadur@listhlaup.is