25.02.2019
SA Víkingar unnu 5-3 sigur á SR í spennandi leik á laugardag. SA Víkingar voru í bílstjórasætinu lengst af en SR komst inn í leikinn í 3. lotu og náðu að minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki. Þetta var síðasta einvígi þessara liða áður en þau mætast í úrslitakeppninni sem hefst 12. mars í Skautahöllinni á Akureyri.
22.02.2019
Marta María Jóhannsdóttir var valin fulltrúi Íslands á Eyof 2019 í listhlaupi. Mótið fór fram í Zarajevo dagana 9-16. febrúar.
22.02.2019
Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi sem fram fór í Linköping í Svíþjóð dagana 6.-10. febrúar síðastliðinn. Þar átti LSA þrjá keppendur, þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen og Júlíu Rós
22.02.2019
Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019
14.02.2019
Global Girls Game fer fram um helgina en þá verða spilaðir íshokkíleikur kvenna um allann heim og í öllum heimsálfum. Öllum stelpum - óvönum sem vönum - gömlum sem ungum er boðið að koma og spila íshokkíleik saman í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl. 9.55. Endilega bjóðið vinum og fjölskyldumeðlimum að taka þátt í þessu en hægt er að fá allann búnað lánaðan fríkeypis fyrir viðburðinn.
Global Girls Game
12.02.2019
SA varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki í bæði keppni A- og B- liða. Íslandsmótið er leikið í formi helgarmóta en liðin spila 12 leiki á tímabilinu en þetta er yngsti aldursflokkurinn þar sem keppt er til Íslandsmeistara. Bæði liðin unnu alla sína leiki í Íslandsmótinu og fengu Íslandsbikarinn afhentan í lok síðasta mótsins nú um helgina sem fram fór í Egilshöll. Til hamingju öll með frábæran árangur.
11.02.2019
Kvennalið SA tryggði sér deildarmeistaratitlinn í Hertz-deild kvenna um helgina þegar liðið lagði Reykjavík að velli tvívegis með sömu markatölunni, 5-1. Liðið tryggði sér einnig með sigrinum heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem leikin verður í apríl. SA hefur farið taplaust í gegnum tímabilið en liðið hefur sigrað Reykjavík í öllum 8 leikjum vetrarins og 40 mörk í plús svo yfirburðir liðsins hafa verið miklir.
05.02.2019
SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla á laugardag þegar liðið lagði Björninn í framlengingu. SA Víkingar tryggðu sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í mars en liðið hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum í deildarkeppninni í vetur. Björninn og SR keppast nú um hvort liðið mætir Víkingum í úrslitakeppninni en hvort liðið á 3 leiki eftir en SA Víkingar 4.
04.02.2019
Tvær umferðir búnar í Gimli Cup
04.02.2019
Keppni sunnudagsins var mjög hörð og enduðu leikar þannig að Aldís Kara Bergsdóttir landaði silfrinu með nýju stigameti í Junior og nýju íslensku stigameti, en hún hlaut samanlagt 108.45 stig. Marta María Jóhannsdóttir landaði bronsinu með persónulegu stigameti, en hún hlaut samanlagt 107.12 stig