13.03.2018
SA Víkingar taka á móti SR í kvöld í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl 19.30. SA Víkingar eru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en SR sigla lignan sjó í síðasta sæti deildarinnar. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
12.03.2018
Það voru gömlu brýnin í Ásynjum sem höfðu betur í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi, sunnudagskvöld. Það voru þó Ynjur sem byrjuðu leikinn betur, Hilma átti skot framhjá, Ynjur héldu pekkinum og héldu áfram í sókn sem endaði með því að Silvía skoraði eftir aðeins rúmar tvær mínútur. Stoðsendingu átti Sunna. Þegar lotan var rúmlega hálfnuð áttu Ásynjur harða sókn og mikil þvaga myndaðist fyrir framan mark Ynja og það var Anna Sonja sem kom pekkinum að lokum í markið eftir góða sendingu frá Guðrúnu Marín. Staðan 1-1. Í lok lotunnar hrundi svo leikur Ynjanna og Ásynjur bættu tveimur mörkum við, fyrst speglaði Hrund pökkinn í markið og síðan sló Birna hann í markið stuttu síðar. Dómararnir tóku sér þá tíma til að ráða ráðum sínum þar sem spurning var hvort Birna hafi verið inn í krísunni en ákvörðunin var sú að markið hefði verið löglegt. Staðan 1-3 og þannig var staðan eftir fyrstu lotu.
09.03.2018
Ynjum tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, þegar þær mættu Ásynjum öðru sinni í úrslitakeppninni. Ásynjur höfðu undirtökin lengst af í leiknum og sigurinn sanngjarn.
08.03.2018
Listhlaupadeildin tók þátt í Vetrarmót Skautasambands Íslands síðastliðina helgi, sem var haldið í Egilshöll að þessu sinni. Stóðu keppendur okkar sig með stakri príði og voru nokkrir okkar keppenda að spreyta sig í nýjum keppnisflokkum.
08.03.2018
Annar leikurinn í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna fer fram í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri, leikurinn hefst kl 19.45. Ynjur sigruðu í fyrsta leiknum þar sem þær knúðu fram gullmark í framlengingu og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Ásynjur geta með sigri jafnað einvígið og fari svo verður úrslitaleikur á sunnudag. Fítt inn á leikinn.
07.03.2018
Fyrsti leikur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki fór fram í gærkvöldi, þriðjudagskvöld, í skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn byrjaði hægt og stress virtist í báðum liðum en Ásynjur byrjuðu þó betur. Leikurinn var í járnum þar til rúmar 6 mínútur voru eftir af fyrstu lotu þegar Sarah geystist upp og skoraði eftir að Ynjur misstu pökkinn í sókn. Ásynjur voru grimmar áfram og sóttu stíft á mark Ynja en eftir að Ásynjur misstu Guðrúnu Marín út af, náðu Ynjur góðu spili einni fleiri, Ragga gaf þvert yfir svellið á Silvíu sem þrumaði pekkinum í mark Ásynja og jafnaði, 1-1. Þannig var staðan eftir fyrstu lotu.
05.03.2018
Á morgun hefst hokkíveisla hjá okkur þegar úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna fer fram en þá mætast Ynjur og Ásynjur Skautafélags Akureyrar. Ynjur unnu deildarmeistaratitilinn og eru ríkjandi meistarar en leikir liðanna hafa verið mjög jafnir í vetur svo ómögulegt er að segja til um það hvort liðið er sigurstranglegra. Leikurinn hefst kl 19.45 og það er frítt inn.
05.03.2018
Ynjur tóku á móti Reykjavík í síðasta leik deildarinnar í meistaraflokki kvenna í gær, sunnudag. Ynjurnar voru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og voru ekki alveg tilbúnar þegar flautað var til leiks. Þær gerðu mistök í vörninni strax á annarri mínútu og Reykjavíkurstúlkur notfærðu sér þau og skoruðu fyrsta mark leiksins. Það var svo ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur að þær komust almennilega í gang og Silvía skoraði glæsilegt mark. Um fimm mínútum síðar bætti Berglind öðru marki við með stoðsendingu frá Sunnu eftir flott hraðaupphlaup. Stuttu síðar skoraði Ragnhildur síðan glæsilegt mark í yfirtölu með stoðsendingu frá Sunnu og Silvíu. Staðan eftir fyrstu lotu 3-1.
04.03.2018
SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Í Hertz-deildinni í gærkvöld þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Birninum, lokatölur 10-3. SA Víkingar eru þá komnir með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 3. apríl þar sem liðið mætir Esju.
04.03.2018
Það hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gærkvöldi, laugardagskvöld, þegar Ásynjur tóku á móti Reykjavíkurstúlkum. Þetta var síðasti leikur Ásynja fyrir úrslitakeppnina sem hefst á þriðjudagskvöldið. Ásynjur mættu óvenju fjölmennar þrátt fyrir meiðsli en Guðrún Blöndal og Sólveig Gærdbo Smáradóttir spiluðu með eftir töluvert hlé.