05.03.2018
Á morgun hefst hokkíveisla hjá okkur þegar úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna fer fram en þá mætast Ynjur og Ásynjur Skautafélags Akureyrar. Ynjur unnu deildarmeistaratitilinn og eru ríkjandi meistarar en leikir liðanna hafa verið mjög jafnir í vetur svo ómögulegt er að segja til um það hvort liðið er sigurstranglegra. Leikurinn hefst kl 19.45 og það er frítt inn.
05.03.2018
Ynjur tóku á móti Reykjavík í síðasta leik deildarinnar í meistaraflokki kvenna í gær, sunnudag. Ynjurnar voru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og voru ekki alveg tilbúnar þegar flautað var til leiks. Þær gerðu mistök í vörninni strax á annarri mínútu og Reykjavíkurstúlkur notfærðu sér þau og skoruðu fyrsta mark leiksins. Það var svo ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur að þær komust almennilega í gang og Silvía skoraði glæsilegt mark. Um fimm mínútum síðar bætti Berglind öðru marki við með stoðsendingu frá Sunnu eftir flott hraðaupphlaup. Stuttu síðar skoraði Ragnhildur síðan glæsilegt mark í yfirtölu með stoðsendingu frá Sunnu og Silvíu. Staðan eftir fyrstu lotu 3-1.
04.03.2018
SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Í Hertz-deildinni í gærkvöld þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Birninum, lokatölur 10-3. SA Víkingar eru þá komnir með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 3. apríl þar sem liðið mætir Esju.
04.03.2018
Það hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gærkvöldi, laugardagskvöld, þegar Ásynjur tóku á móti Reykjavíkurstúlkum. Þetta var síðasti leikur Ásynja fyrir úrslitakeppnina sem hefst á þriðjudagskvöldið. Ásynjur mættu óvenju fjölmennar þrátt fyrir meiðsli en Guðrún Blöndal og Sólveig Gærdbo Smáradóttir spiluðu með eftir töluvert hlé.
02.03.2018
SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla á morgun, laugardag, kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar geta með sigri í venjulegum leiktíma tryggt sér deildarmeistaratitlinn og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Aðgangseyrir er 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
02.03.2018
Ynjur og Ásynjur áttust við í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, í því sem varð útslitaleikur um deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. Fyrir leikinn höfðu Ynjur 32 stig og Ásynjur 30 þannig að með sigri gátu Ynjur landað deildarmeistaratitlinum. Þær komu ákveðnar til leiks og ætluðu greinilega að klára þetta í þessum leik. Hilma skoraði fyrir Ynjur þegar um 4 og hálf mínúta voru liðnar af leiknum, laglegt mark með stoðsendingu frá Önnu Karen. Þegar rúmar 7 mínútur voru svo eftir af lotunni átti Silvía svo skot sem Guðrún Katrín varði í marki Ásynja en Silvía náði frákastinu og laumaði pekkinum snyrtilega í markið. Staðan eftir fyrstu lotu 2-0.
01.03.2018
Ynjur og Ásynjur eigast við í háspennuleik nú í kvöld í Hertz-deild kvenna og mun líklegast skera úr um hvort liðið hampar deildarmeistaratitlinum. Leikurinn hefst kl 19.45 og það er frítt inn. Ynjur eru í efsta sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum meira en Ásynjur en þetta er síðasti leikur liðann fyrir úrslitakeppnina sem hefst næskomandi þriðjudag.
26.02.2018
Ásynjur lögðu land undir fót í gær, laugardag, og sóttu sameinað lið SR og Bjarnarins heim. Fyrirfram mátti gera ráð fyrir sigri Ásynja en Reykjavíkurstúlkur hafa þó verið að sækja í sig veðrið og þær komu grimmar til leiks og ætluðu sér greinilega sigur. Þær eru komnar í nýjar, flottar treyjur og liðið virðist greinilega vera komið til að vera.
21.02.2018
SA Víkingar unnu gríðarlega sterkan sigur á Esju í gærkvöld í toppslag Hertz-deildarinnar. SA Víkingar sigruðu með 5 mörkum gegn 1 og náðu þar með eins stigs forystu á Esju í deildarkeppninn en hafa þá líka spilað tveimur leikjum minna en Esja.
20.02.2018
SA Víkingar taka á móti Esju á heimavelli í Hertz-deildinni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl 19.30. Nú er ljóst að þessi lið mætast í úrslitakeppninni í ár en næstu leikir munu ráða því hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Esja er nú með 44 stig og eiga eftir að leika 3 leiki í deildinni en SA Víkingar eru með 42 stig og eiga 5 leiki eftir. Liðin hafa mæst 6 sinnum í vetur og þar af hafa 4 leikir farið í framlengingu. Fyllum stúkuna í kvöld, miðaverð 1000 kr frítt inn fyrir 16 ára og yngri.