Karfan er tóm.
Þá liggur það fyrir að U20 ára landsliðið okkar hefur fallið niður um deild, eftir aðeins eitt ár í 2. deildinni. Það virðist enn um sinn vera okkar hlutskipti að rokka á milli deilda með yngri landsliðin okkar. Það var vitað fyrirfram að keppnin yrði okkur erfið því mótherjarnir voru sterkir og sem dæmi hefur verið nefnt að Ísland hefur aldrei lagt að velli eitthvert þessara liða sem þarna var mætt til keppni. Liðið kom þó á óvart strax í fyrsta leik með sigri á Belgum, en tapaði svo öllum hinum leikjunum en litlu munaði á móti Spánverjum, en á leikur fór 1 - 0.
Með sigri á Belgum var engu að síður komin von um að sætið í deildinni væri tryggt en svo tókst Belgum að vinna nágranna sína frá Hollandi í framlengingu og því réðust örlög okkar ekki fyrr en í gærkvöldi í síðasta leik mótsins. Þá mættu Belgar heimamönnum, Eistum og við urðum að treysta á sigur þeirra síðarnefndu. Það tókst hins vegar ekki, en þar munaði samt minnstu að Belgar gerðu okkur greiða og sendu Eistana niður því þegar leiknum lauk voru Eistar jafnir Íslandi að stigum með nákvæmlega sama markahlutfall, þ.e. -13. Ef ég skil þetta rétt hefðu Belgar bara þurft að skora einu marki fleira sem hefði aukið mínus Eista um eitt sem hefði skilað okkur í sætið fyrir ofan þá.
Breyting á tímtöflu miðvikudag og fimmtudag
8.15-9.15 A
9.15-10.05 B+C
10.20-11.20 A RIG- keppendur
11.20-12.05 B+C
12.05-12.50 A
ÞAÐ ER SAMA TÍMATAFLA MILLI JÓLA OG NÝJARS OG VAR FYRIR JÓL. Hér er tímatafla jólaæfingabúðanna, vinsamlega látið Ivetu vita hvort skautarinn ætlar að nýta tímana sem eru litaðir gulir eða ekki, tímarnir sem um ræðir er á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. GAMLÁRS-SKAUTUNIN VERÐUR MILLI 11-12, VONANDI SJÁ SEM FLESTIR FORELDRAR OG SYSTKYNI SÉR FÆRT AÐ MÆTA.
A, B og C1 mæta kl. 7:40 á morgun og æfingin byrjar kl. 8 C2 mætir kl. 9:45 og byrjar generalprufa kl. 10
ALLIR AÐ MÆTA!
Á jólasýningunni ætla ég að vera með skautatöskur, skautahlífar, Mondor skautabuxur, skautabuxur frá 66° og skautapeysur frá 66°..
Allý
Íslenska U20 landsliðið tapaði í dag fyrir Hollandi með fimm mörkum gegn einu. Liðið vann góðan 5 - 2 sigur á Belgum í fyrsta leik en tapaði svo 7 - 1 fyrir heimamönnum, Eistum. Leikurinn á móti Eistum var dálítið sérstakur því Ísland skoraði fyrsta markið en þar var á ferðinni Björn Róbert en þetta varð eina markið í fyrstu lotu. Menn hafa því verði nokkuð brattir eftir 1.lotu en næstu tvær lotur fóru 4 - 0 og 3 - 0.
Leikurinn í dag var ekki ósvipaður því fyrsta lota fór 1 - 1 en síðan unnu Hollendingar aðra lotu 1 - 0. Staðan var því alveg ástættanleg í upphafi 3. lotu 2 - 1 en eitthvað klikkaði í síðustu lotu og lokastaðan 5 - 1.