SA Víkingar byrja tímabilið vel

SA Víkingar byrja nýtt tímabil í Hertz-deildinn vel en þeir unnu sannfærandi 6-2 sigur á SR í gærkvöld í Laugardal. Ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref í leiknum og aðrir skoruðu sín fyrstu mörk fyrir SA Víkinga sem byrja tímabilið vel þrátt fyrir mikil mannaskipti frá síðasta tímabili.

Nýtt upphaf hjá SA Víkingum

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á morgun þegar liðið mætir Skautafélagi Reykjavíkur syðra í fyrsta leik Hertz deildarinnar þetta tímabilið. Íslandsmeistaralið Víkinga hefur tekið töluverðum breytingum frá síðasta vetri þar sem 10 leikmenn eru farnir úr liðinu.

Júlía stígur á sviðið kl. 15 í dag á Grand Prix (linkur á streymi)

Takið 10 mínútur frá kl. 15 í dag því þá skautar Júlía Rós stutta prógrammið sitt á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi. Útsendingin er í beinni hér. Sendum hlýja strauma til Frakklands 👏

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokkí að hefjast

Byrjendaæfingar í listhaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri eru nú í fullum gangi. Listhlaupaæfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:15 og íshokkíæfingar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-17:45 og frítt að prufa í tvær vikur.

Júlía Rós setti met á Grand Prix

Júlía Rós Viðarsdóttir bætti besta árangur Íslendinga á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi nú á föstudag þegar hún náði 111,54 stig og náði 16. sæti. Hún átti góðan dag og skautaði fallegt prógramm, endaði með 72,19 stig fyrir free prógrammið og lenti þar í 13. sæti og samtals eftir bæði prógrömm fékk hún 111,54 stig.

Frítt Byrjendanámskeið í Listhlaupi og Íshokkí 16.-19. ágúst

Frítt 4 daga byrjendanámskeið í Lishtlaupi og Íshokkí fyrir 4 ára og eldri verður haldið daganna 16.-19 ágúst. Allur búnaður er innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Listhlaupa æfingarnar eru kl. 17:00-17:45 og íshokkí 17:45-18:30.

Hokkídeild SA með fullt hús titla

Uppskeruhátíð Hokkídeildar SA fór fram fyrir helgi þar sem tímabilið 2020/2021 var gert upp en það fer heldur betur í sögubækurnar sem eitt það allra besta hjá félaginu. Uppskera tímabilsins voru allir titlar sem í boði voru; Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokkum karla og kvenna, U18, U16, U14 a- og b-liða ásamt báðum deildarmeistaratitlunum í meistaraflokkunum. Afrekið er algjörlega einstakt og allir leikmenn liðanna sem unnu titlana eru uppaldir í félaginu sem og Rúnar Freyr Rúnarsson aðalþjálfari liðanna.

Vorsýning listhlaupadeildar á sunnudag

Vorsýning listhlaupadeildar verður haldin á sunnudag kl. 13:00. Þema sýningarinnar í ár er Gullmolar úr Fortíðinni. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.

SA Íslandsmeistarar í U14

SA varð um helgina Íslandsmeistari U14 A- og B- liða þegar liðin tryggðu sér bæði sigur í síðasta helgarmóti tímabilsins sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið unnu mótin sín með fullt hús stiga eða 27 stig úr 9 leikjum. Við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.

Sami Lehtinen ráðinn þjálfari SA á nýjan leik

Sami Lehtinen hefur verið ráðinn til hokkídeildar SA til ársins 2022 og tekur aftur við stöðu yfirþjálfara og þróunarstjóra hjá félaginu. Sami sem var yfirþjálfari hjá félaginu tímabilið 2019/2020 var aðstoðarþjálfari hjá HIFK í Finnlandi í vetur sem vann bronsverðlaun í finnsku úrvalssdeildinni nú á dögunum.