Aðalfundur Skautafélags Akureyrar 15. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur Krulludeildar: Ólafur Hreinsson kjörinn formaður

Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið.

Vormót Hokkídeildar - Deild I

Vormótið í íshokkí verður spilað í tveimur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.

Vormót Hokkídeildar - Deild II

Í apríl og maí verður spilað Vormót í íshokkí í tveimur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II.

Vorsýning listhlaupadeildar á miðvikudag

Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.

Ice Cup - skráning í Kaldbaksferð og gagnlegar upplýsingar

Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.

Krulluæfing á laugardagskvöld

Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.

Vormót hokkídeildar hefst strax eftir páska - skráningu lýkur á föstudaginn langa

Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.

Íslandsmeistarar

Lið 4. flokks er Íslandsmeistari í íshokkí 2014. Verðlaunaafhending fór fram í beinni útsendingu á SA TV fyrr í kvöld - og hér er upptaka af afhendingunni. Ljósmyndir síðar.

Aðalfundur Krulludeildar þriðjudaginn 22. apríl

Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Fundurinn verður jafnframt kynningar- og undirbúningsfundur vegna Ice Cup og er krullufólk sem tekur þátt í mótinu hvatt til að mæta.