27.01.2012
SA Víkingar héldu suður yfir heiðar í fannfergið og mættu Bjarnarmönnum í Egilshöllinni í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu, en okkar menn þurftu aðeins eina og hálfa mínútu til að tryggja sér sigurinn.
25.01.2012
Björninn og Skautafélag Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að leikur Bjarnarins og Víkinga sem leika átti laugardaginn 28.01 verði leikinn föstudaginn 27.01.
25.01.2012
Björninn og Skautafélag Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að leikur Bjarnarins og Víkinga sem leika átti laugardaginn 28.01 verði leikinn föstudaginn 27.01.
25.01.2012
Laugardaginn 28. janúar nk. ætlar foreldrafélagið að standa fyrir sundferð og pizzuáti í hópeflisskyni fyrir iðkendur í 1. - 5. flokki. Mæting í sund er kl. 16 og svo á Bryggjuna til að borða pizzur kl. 18. Hver og einn borgar fyrir sig í sundið sjálfur (flestir eiga sundkort) og svo þarf að hafa með sér 500 kr. til að borga fyrir pizzuhlaðborðið (foreldrafélagið greiðir restina).
24.01.2012
Fífurnar, Víkingar, Ís-lendingar og Mammútar með sigra.
23.01.2012
Ynjur og Ásynjur munu eigast við annað kvöld kl. 20,30 hér í Skautahöllinni. Ynjur hafa vaxið gífurlega í getu og menn (og konur) bíða spennt eftir að þær leggi eldra liðið þ.e. Ásynjur svo það er óhætt að lofa góðri skemmtun í Höllinni á þessum leik. ALLIR að mæta og hvetja sitt lið. ÁFRAM SA .......
23.01.2012
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í krullu fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 23. janúar.
22.01.2012
Ísland vann Kína með 5 mörkum gegn 1 og tryggði sér þar með sæti í 2. deild að ári.
20.01.2012
Þeir sem vilja panta æfingagalla geta farið niðrí 66°Norður á Glerártorgi, mátað og sent síðan pöntun á jona@nordlenska.is. Næsta pöntun verður send í lok janúar. Félagspeyurnar eru úr powerstretch flís, þær eru rauðar fyrir stelpurnar en fyrir strákana eru þær svartar. Peysurnar eru merktar með logo-i skautafélagsins og hægt er að merkja með nafni líka. Buxurnar eru svartar og úr powerstretch. Upplýsingar um verð eru undir tenglinum "Félagspeysur og skautafatnaður" hér til vinstri.
20.01.2012
Leikurinn endaði 10 - 0 fyrir Ísland.