Mæting á morgun

Allir keppendur skulu mæta í allra síðasta lagi kl 8 í fyrramálið, þeir sem keppa í 8 ára og yngri C og 10 ára og C skulu mæta í síðasta lagi hálf 8!!!

Leikur 2 í úrslitum í dag kl.18.00

Í dag klukkan sex verður spilaður annar leikurinn í úrslitum mfl. karla. Nú ætla SA drengir að leggja allt í að jafna árangur síðustu viðureignar og verður hér því örugglega um spennandi leik að ræða. ALLIR hvattir til að mæta ogt hvetja strákana. ÁFRAM SA ..................  Í hléum og strax eftir leik verða 4., 2. og kvennaflokki veittar viðurkenningar vegna Íslandmeistaratitla.

SA-SR 4-8. Annar leikur í úrslitum mfl. karla

Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.

SA vann 1. leik; 5 - 2

Það var sætur sigur sem vannst á heimavelli Skautafélags Reykjavíkur í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2007.  Það var á brattann að sækja fyrir okkur norðanmenn eftir að hafa tapaði í tvígang fyrir SR um nýliðna helgi og tapað þar með heimaleikjaréttinum.

Það var óheppilegt en ekki óyfirstíganlegt að geta ekki hafið keppnina á heimavelli en staðreynd málsins er sú að SA liðið hefur alltaf kunnað vel við sig í Laugadalnum og því var það ekki fyrirkvíðanlegt að hefja úrslitarimmuna þar – enda kom það á daginn.

SA vann 1. leikinn í úslitunum

Þær góðu fréttir voru að berast að SA hafi unnið SRinga í fyrsta leik úrslitanna með 5 mörkum gegn 2. 1. lota SR 2 - SA 0  2. lota SR 0 - SA 1  3. lota SR 0 - SA 4.  Til hamingju drengir. ÁFRAM SA.......

1. úrslitaleikur meistaraflokks er í kvöld kl.20,00 í Laugardalnum

Nú eru strákarnir í Meistaraflokki SA á leið í Borgina til að etja kappi við SRinga í fyrsta leik úrslitanna um Íslandsmeistara tiltilinn. Ekki riðum við feitum hesti frá síðustu tveim viðureignum liðanna, en AUÐVITAÐ er þetta allt spurning um að toppa á réttum tíma og það er auðvitað leynivopnið hans Denna (vona ég).            ÁFRAM SA ................................

Akureyrarmótið

Hér eru helstu drög að mótaskrá fyrir laugardaginn 21/4. Tímasetningar eru birtar með fyrirvara. athugið það :-). Dregið verður í keppnisröð föstudagskvöldið kl:19:30.

4. flokkur á heimleið

Strákarnir verða við Skautahöll um kl. 19:00

Reikningsnúmer

Reikningsnúmer til að leggja inn á fyrir Akureyrarmót er: 0162-05-268545.  Kennitala: 510200-3060. Látið fylgja nafn eða kennitölu iðkanda.

Mfl. laugardagskvöld og 4.fl. sunnudag úrslit

Í morgun vann 4.fl.SA   Bjarnardrengina 4 - 3 en töpuðu hinsvegar fyrir SRingum 1 - 3. Þar með eru SA drengirnir orðnir Íslandsmeistarar í 4.flokki og töpuðu aðeins 2 leikjum af 12. Til HAMINGJU drengir.

Úrslit mfl. leiksins á laugardagskvöldið urðu SA  1 - SR  2.