Meistaraflokkur.

Æfing verður frá 11-12.50 á morgunn.

 

Yfirstrumpurinn.

Fundur um Peter Gutter námskeiðið

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þeirra sem fara á námskeiðið verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl:19.30

kveðja Kristín Þöll

Úrslitakeppni í meistaraflokki hefst á miðvikudaginn

Á næsta miðvikudag kl. 19,00 leika SA og SR til úrslita í meistaraflokki.  1. leikur í úrslitakeppninni verður hér í Skautahöllinni á Akureyri og leikur númer 2 daginn eftir á fimmtudeginum kl. 19,00.  3. og 4. leikur verða svo í Laugardalnum á laugardeginum og sunnudeginum þar á eftir og 5. leikur á þriðjudag hér fyrir norðan ef til kemur.

SA - Narfi; 12 - 3

Leik SA og Narfa lauk með sigri SA 12 - 3 . Myndir úr leiknum.

Leikurinn var léttur og skemmtilegur og ágætis undirbúningur fyrir komandi úrslitakeppni.  Loturnar fóru 3 - 1, 6 - 0 og 3 - 2.

 

SA - Narfi í kvöld kl. 21:00

Skautafélag Akureyrar tekur á móti Narfa frá Hrísey í kvöld kl. 21:00.  Leikurinn í kvöld er síðasti leikur SA fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.  Narfarnir mæta væntanlega borubrattir til leiks að vanda og verður leikurinn án efa hinn skemmtilegasti.

Old Boys !!!!!!!!

Vegna leiks SA gegn Narfa miðvikudaginn 19. mars, verður engin æfing, ekki heldur á páskadag né miðvikudaginn 26. mars, en þá er 1. leikur í úrslitum í mfl. karla SA gegn SR, ef einhverjir vita það ekki nú þegar. Næsta æfing verður því sunnudaginn 30. mars.

Ekki æfing hjá 5. og 6. hóp í dag!!

Það verður ekki æfing hjá 5. og 6. hóp í dag. Fundin verður önnur æfing fyrir hópana síðar.

Páskafrí, allir flokkar nema MFL. og Mfl.kvenna

Nú eru allir flokkar komnir í páskafrí nema meistaraflokkur karla og kvenna. Æfingar byrja svo aftur þriðjudaginn 25. samkvæmt tímatöflu. GLEÐILEGA PÁSKA.....

Á Akureyri kl. 19,50

Suðurfararnir voru að fara frá Staðarskála kl. 17,00 svo reikna má með að þau verðu við skautahöllina um kl. 19,50

Páskaæfingar og páskafjör!

1 & 2 hópur er komin í páskafrí. Aðrir hópar eiga tvær æfingar eftir fyrir páska. Næsta æfing eftir páska verður síðan með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 26. mars.  
Mánudagurinn 17. mars 
3 eldri og yngri kl:17-18
4 hópur kl:18-19
5 og 6.hópur  kl:19-20
Miðvikudagurinn 19. mars -Foreldra félagið stendur fyrir: Páska-fjölskyldu og vinafjöri. Boðið verður upp á pizzur og drykki, frítt fyrir iðkendur. 200 kr fyrir aðra.
Foreldrar, systkyni, afar og ömmur og vinir eru velkomnir með á frjálsa skautaæfingu, allir saman á skauta. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni. Allir hvattir til að mæta á þessa síðustu æfingu fyrir páska! (sambærileg skemmtun verður haldin fyrir 1 & 2 hóp eftir páska)
3 eldri og yngri kl:17-18
4 hópur kl:18-19
5.6. hópur kl:19-20