Landsbankamót 5., 6. og 7.flokks í Egilshöll

Um næstu helgi verður í Egilshöllinni síðasta mót vetrarins fyir yngstu iðkendurna. Fimmtu, sjöttu og sjöundu flokkar félaganna þriggja leiða þar saman hesta sína og eru þessi mót þau fjölmennustu í hokkíinu á landsvísu og mikil skemmtun, bæði fyrir börnin og áhorfendur. Björninn var að gefa út dagskrá mótsins og er hægt að skoða hana hér. Þessa sömu helgi spila líka SA og SR í 2.flokki

Fundur með foreldrum barna- sem boðið er á ÍSS námskeið

Mánudaginn 17. mars klukkan 20:00 verður fundur í skautahöllinni, með foreldrum/forráðamönnum, þeirra barna sem boðið er að taka þátt í námskeið ÍSS, með Peter Gutter. Auk þjálfara sem hafa áhuga á að nýta sér þetta tækifæri.  

Til stendur að ræða sameiginlega um fyrirkomulag námskeiðisins, hverjir ætli sér að fara, hvort standa eigi fyrir hópferð, hugsanlegan kostnað, ósk um leyfi frá skóla, mat, gistingu, hvort einhverjir hafi hug á að vera fararstjórar o.s.frv.

 Skrá þátttakendur á námskeiðið á fundinum.

Námskeið ÍSS - Petter Gutter

Stjórn ÍSS, hefur ákvðið að bjóða eftirtöldum skauturum að taka þátt í námskeið hjá Peter Gutter í Reykjavík dagan 10-14. apríl næstkomand:

  • Afrekshóp ÍSS 1
  • Afrekshóp ÍSS 2
  • A-skautara eldri (Senior, Junior, Novice)
  • A-skautara yngri (12A, 10A og 8A)
  • B-skautara yngri (10B og 8B)

Þeim sem boðið er að taka þátt frá Listhlaupadeild SA eru:

Sigrún Lind SigurðardóttirJunior
Helga JóhannsdóttirNovice
Ingibjörg BragadóttirNovice
Telma EiðsdóttirNovice
Birta Rún Jóhannsdóttir12 ára og yngri A
Elva Hrund Árnadóttir12 ára og yngri A
Kolbrún Egedía Sævarsdóttir12 ára og yngri A
Urður Ylfa Arnarsdóttir12 ára og yngri A
Guðrún Brynjólfsdóttir10 ára og yngri A
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir10 ára og yngri A
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir8 ára og yngri A

Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir10 ára og yngri B
Hrafnkatla Unnarsdóttir10 ára og yngri B
Katrín Birna Vignirsdóttir10 ára og yngri B
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir8 ára og yngri B

Afrekshópar ÍSS greiða ekki þátttökugjald. Námskeiðsgjald fyrir aðra skautara er 5.000.- Þá er yfirþjálfara, þjálfara og aðstoðarþjálfara, sem hafa lokið a.m.k. sérgreinahluta ÍSS 1A boðið að mæta, taka virkan þátt og fylgjast með. Ekkert gjald er fyrir þjálfara.

Peter Gutter, er þekktur um allan skautaheiminn m.a. fyrir færni sína í að kenna píróettur. Einn af þekktari skauturum sem hann kennir er Stephan Lambiel, svissneskur skautari sem hefur unnið til verðlauna m.a. á HM og EM.

Námskeiðið hefst á fimmtudagsmorgni 10 apríl kl:8:00 og lýkur í hádegi mánudaginn 14. apríl. Það er ekki oft sem Íslendingar fá tækifæri til að fá svo sérhæfðan þjálfara til landsins og er það von ÍSS og Helgu yfirþjálfara SA að sem flestum sem stendur til boða að taka þátt, geti það. Ekki verður tekið við skráningum eftir 5. apríl 2008.

Auk ístíma með Peter Gutter, verða í boði upphitunaræfingar, teygjur, afísæfingar, fyrirlestrar og DVD myndir m.a. frá EM 2008. Endanleg dagskrá verður ekki til fyrr en í apríl.

HM eldri leikmanna í krullu: Leik flýtt vegna Freyvangsleikhússins

Eins og hjá öðrum áhugamönnum í íþróttum hafa liðsmenn íslenska liðsins á HM eldri leikmanna í krullu ýmsu öðru að sinna en krullunni. Frumsýning Freyvangsleikhússins varð til þess að okkar menn fengu leik sínum flýtt í morgun.

HM eldri leikmanna í krullu: Tap fyrir Englendingum eftir baráttuleik

Íslendingar stóðu vel í Englendingum í leik liðanna á HM eldri leikmanna í dag og höfðu forystuna þegar tvær umferðir voru eftir. Englendingar sterkari í lokin og sigruðu 8-5.

 

Engin krulla miðvikudagskvöldið 19. mars

Frí frá keppni, æfingar 10., 12. og 17. mars. Engin krulla miðvikudagskvöldið 19. mars. 

 

HM eldri leikmanna í krullu: Tap gegn Finnum

Íslendingar töpuðu gegn Finnum í þriðja leik sínum á HM eldri leikmanna í Vierumäki í Finnlandi í morgun.

HM eldri leikmanna í krullu: Frábær sigur á Norðmönnum

Íslenska liðið búið að vinna einn leik og tapa einum á mótinu. Góður sigur á Norðmönnum nú síðdegis í dag.

HM eldri leikmanna í krullu: Tap gegn Írum í fyrsta leik

Íslendingar lágu fyrir Írum í fyrsta leik sínum á mótinu, 2-8.

Ekki morgunæfingar á sunnudag

Vegna fjarveru Helgu þjálfara um helgina verða ekki morgunæfingar á sunnudag....