Fundur um suðurferð í kvöld

Fundur verður í skautahöllinni í kvöld klukkan átta í kvöld (21.febrúar) um keppnisferð A og B keppenda til Reykjavíkur helgina 29.febrúar - 2.mars. Áríðandi að allir mæti

Leikir um næstu helgi

2.flokkur SA og Bjarnarins munu eigast við hér í Skautahöllinni á Akureyri næsta föstudagskvöld kl. 22,00 og aftur á laugardagskvöldið kl. 20,00. Lofað er góðri skemmtun og fólk hvatt til að mæta og styðja sína menn.    ÁFRAM SA ..............................

Íslandsmótið í krullu: Tvö lið að stinga af?

Mammútar töpuðu sínu fyrsta stigi en halda toppsætinu. Skytturnar einar með fullt hús.

Keppendur á Barna- og unglingamótinu!

Frá og með föstudeginum 22. febrúar skulu keppendur á barna- og unglingamótinu mæta í kjólum eða pilsum á æfingar. Munið að mæta alltaf a.m.k. 20 mín. áður en ísæfing hefst til að hita upp. Það er líka mjög mikilvægt að muna að teygja vel á eftir allar æfingar, bæði ís- og afísæfingar. Kv. Helga Margrét

Dagskrá Hringrásarmótsins komin á vefinn

Dagskrá Hringrásarmótsins sem haldið verður nú um helgina hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrir yngstu hópa hokkí-iðkenda landsins er hægt að skoða hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur eða breytingar. Þetta er stór viðburður í hokkídagskrá landans og af þessu tilefni koma 83 keppendur að sunnan frá Birninum og SR svo keppandafjöldi verður um 135 krakkar á aldrinum 11 ára og yngri.

Tókst þú upp sjónvarpsleikinn á sunnudaginn

Ef einhver hefur náð að taka leikinn síðasta sunnudag upp á DVD væri ofsalega vel þegið að fá að afrita fyrir félagið. Endilega hafðu samband við Reyni í 6604888 eða reynir@sasport.is  ((O:

Íslandsmótið í krullu - breyting á leikdegi í mars

Leikið verður þriðjudaginn 25. mars í stað miðvikudagsins 26. mars.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. febrúar:

Foreldrar/forráðamenn iðkenda listhlaupadeildar!

Allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni á laugardag og sunnudagsmorgun vegna hokkímóts. Æfingar verða á sunnudagskvöldið sem hér segir:

3. hópur yngri og eldri mætir kl. 17:15-18:00

4. hópur mætir kl. 18:00-19:00

5. hópur mætir kl. 19:00-20:00

6. hópur mætir kl. 20:00-21:00

Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Skytturnar áfram á sigurbraut

Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í krullu í gær. Mammútar með fjórða sigurinn í röð, Skytturnar fylgja þeim eftir.