Barna- og unglingamót 2008

Hæ! hæ! Stelpur sem eru að fara á Barna- og unglingamótið geta fengið wc pappír til að selja. Pakkningin kostar 3000 kr og fá stelpurnar ágóðann til að nota fyrir ferðina. Hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða allyha@simnet.is

Íslandsmótið í krullu - úrslit leikja

Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í gærkvöld. Mammútar eru nú efstir með 4 stig eftir tvo leiki. Garpar með bestan árangur í skotum að miðju.

Falla niður æfingar 8.-10. febrúar

Við viljum minna á að það falla niður allar æfingar hjá Listhlaupadeild helgina 8.-10. febrúar

Hokkí annir um næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri

Um næstu helgi verða spilaðir hér á Akureyri 2 kvennaleikir, sá fyrri á föstudagskvöldið kl. 22,00 og sá seinni á laugardeginum kl. 18,00. Þar eigast að sjálfsögðu við SA og Björninn. Ennfremur verða landslið U-18 og karlalandsliðið með æfingabúðir. Dagskrá æfingabúðanna má skoða hér. U-18 hópinn má sjá hér og dagskránna á Div. III group B Turkey hér. Karlalandsliðshópinn má svo sjá hér og dagskránna á Div. II group B Austalia hér

Sunnudagurinn á 3.fl. mótinu ekki eins góður

3.flokkurinn okkar tapaði báðum sunnudagsleikjunum, þeim fyrri við SR 7 - 4 og þeim seinni við Björninn 5 - 1.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Leikir miðvikudagskvöldið 6. febrúar:

 

Íslandsmótið hafið

Íslandsmótið í krullu 2008 hófst með fjórum leikjum í gærkvöld. Fyrstu leikir gefa fyrirheit um jafnt og spennandi mót.

Sporatími fellur niður!

Sporatími í fyrramálið fellur niður hjá 5. og 6. hópi!

Taka frá miða á NM

Ef þið viljið vera 100% um að fá miða á NM, sendið mér tölvupóst á hildajana@gmail.com FYRIR HÁDEGI Á MIÐVIKUDAG og ég læt taka frá miða fyrir ykkur. Í póstinum á að koma fram nafn, hvort þið viljið 4 daga miða eða eins dags og fullorðnir eða börn.

Útkeyrsla á nammi

HALLÓ! HALLÓ!!!!!           Okkur vantar fólk til að keyra út Öskudagsnammi á mánudag 4/2 eða þriðjudag 5/2. Endilega hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða senda mail á allyha@simnet.is. Listhlaupadeild