Góður dagur fyrir SA í Rvík.

Mfl. SA vann seinni leikinn við SRinga 8 - 2. Sjá frétt á SR vefnum.  3.flokkur spilaði tvo leiki á þriðjaflokksmótinu í Egilshöll og sýndi hörku baráttu er þeir unnu SR með 7 mörkum gegn 3 og töpuðu naumlega fyrir Bjarnardrengjum 2 - 3.

Íslandsmótið: Leikir mánudagskvöldið 4. febrúar

Í morgun var dregið um töfluröð liðanna sem taka þátt í Íslandsmótinu og á mánudagskvöld er fyrsta keppniskvöld. Leikjadagskráin í heild verður kominn hér inn á vefinn í kvöld eða á morgun.

Mfl. SA lagði SRinga í laugardalnum í kvöld

Fregnir voru að berast af úrslitum Mfl.leiksins sem fram fór í SR-Höllinni í kvöld. SA vann með 5 mörkum gegn 4 eftir að hafa verið undir 4:2 í þriðju lotu. Loturnar fóru 1 - 2, 1 - 0, og 2 - 3. Mörk SA skoruðu Orri Blöndal, Jón Gísla, Helgi, Siggi Sig. og Birkir skoraði síðasta markið úr breakaway þar sem hann setti pökkinn framhjá Birgi markmanni með hinu fræga forsberg move .       Góóóðir SA ......................

Æfingatímar á morgun Laugardag

Það verða engar markmannsæfinar en 4. og 5.flokkur eru á milli 10 og 11 eins og venjulega.

Breyttur tími hjá 5. og 6. hóp á morgun!

Á morgun föstudaginn 1. febrúar skulu 5. og 6. hópur mæta á æfingatíma beggja flokka, þ.e.a.s æfingin er því 90 mín í stað 45 mín á hvern hóp.

Einnig viljum við minna á að afístímar 4. 5. og 6. hóps hjá Söruh Smiley hafa færst af föstudögum yfir á annan hvern miðvikudag!

Bikarmót Krulludeildar: Skytturnar sigruðu

Skytturnar eru bikarmeistarar Krulludeildar SA 2007 eftir sigur á Fífunum í úrslitaleik.

Bikarmót Krulludeildar - úrslitaleikur

Úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar 2007 fer fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. janúar. Verðlaunaafhending verður strax að leik loknum. Fífurnar og Skytturnar eigast við í úrslitum.

 

Íslandsmótið í krullu 2008 - leikreglur

Krullunefnd ÍSÍ hefur ákveðið keppnisreglur fyrir Íslandsmótið 2008. Reglurnar eru eftirfarandi:

 

IHI Fréttir

IHI hefur ráðið aðstoðarþjálfara fyrir A-landsliðið. Sá sem var fyrir valinu er Richard Eiríkur Tahtinen. Rikki einsog hann er kallaður er væntanlegur til lands í næstu viku þar sem hann tekur þátt í æfingabúðum A-landsliðsins.

 

Áríðandi fundur vegna NM í Reykjavík

Vegna fyrirhugðaðrar hópferðar til Reykjavíkur á NM 8.-10 febrúar, verður haldinn fundur í Skautahöllinni fimmtudaginn 31. janúar kl:18:00 áríðandi er að allir sem hafa hug á því að fara í ferðina mæti. Að sjálfsögðu hvetjum við alla iðkendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að bera augum skautara á heimsmælikvarða á Íslandi.

Á fundinum á að sjá endanlegan heildarfjölda þeirra sem vilja fara í hópferð á mótið, þá verður hægt að sjá hvernig einfaldast er að fara í ferðina, hver endanlegur kostnaður verður, hvenær brottför og heimkoma er áætluð o.s.frv.

Á fundinum á einnig að borga miðann inn á mótið: 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 fyrir yngri en 16. ára. Þannig að endilega mætið með peninga fyrir því. Athugið að deildin hefur einungis tryggt sér 25 miða inn á mótið, þannig að framboðið er takmarkað.

Sendið póst á hildajana@gmail.com sé nánari upplýsinga óskað. Sjáumst hress.