Íslandsmótið í krullu: 11. umferð

Ellefta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Opið hús: Góð mæting

Margir mættu til að prófa krullu á opnu húsi í Skautahöllinni í dag.

Úrslitaleikurinn í beinni á stórum skjá.

Á veitingastaðnum Vegiterian, Geislagötu 7 (Hótel Norðurlandi)

Sunnudaginn 7. mars kl.14,00.  Húsið opnar kl.13,00    ÁFRAM SA .......

Skautafjöri aflýst

Af óviðráðanlegum orsökum fellur skautafjörið niður sem átti að vera í kvöld.

3. leikur á morgun í Egilshöllinni

Á morgun kl. 14:00 mætast SA og Björninn í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2010.  Leikurinn fer fram í Egilhöllinni í Grafarvogi og aldrei þessu vant þá verður leikurinn sýndur beint á RÚV.  Það verður án efa mikil stemning í höllinni því gera má ráð fyrir því að stuðningsmenn Bjarnarins reyni að fylla húsið enda glórulaust að gera eitthvað annað á sunnudegi kl. 14:00 en að mæta á hokkíleik.

Ekki verður af Rútuferð á 3. leik í úrslitum í Reykjavík!

Ekki varð næg þáttaka svo það verður ekki af þessu.  )O:

Ef næg þáttaka fæst er stefnt að því að fara með rútu til Reykjavíkur að horfa á 3. leik í úrslitum, sunnudaginn 7 mars.

Jöfn úrslitakeppni eftir fyrstu tvo leikina

Nú er tveimur leikjum lokið í úrslitakeppni karla í íshokkí og er staðan í viðureignum 1 - 1.  Fyrsti leikurinn fór fram á fimmtudaginn og lauk honum með sigri Bjarnarins 4 - 1.  Björninn fór betur af stað í upphafi leiks og hélt undirtökunum til leiksloka.  Við áttum þungar sóknir, nokkur stangarskot og oft munaði mjög litlu að pökkurinn færi inn en heppnin var ekki með okkur að þessu sinni.  Eina mark okkar skoraði Jón Gíslason eftir skot frá bláu frá Josh Gribben.

Myndir úr öðrum leik í úrslitum SA - Björninn

Þá eru nokkrar myndir klárar úr leiknum. Þær má skoða hér

Ársthátíð Skautafélagsins

Leynast skemmtikraftar á meðal krullufólks? Deildir Skautafélagsins eru hvattar til að koma með skemmtiatriði á árshátíðina (látið Helga Gunnlaugs vita). Hatta- og höfuðfataþema, verðlaun fyrir flottasta búnaðinn.