Æfingarmót fyrir A og B keppendur, sunnudaginn 19 sept kl:09:00

Vegna Basic testa og dómanámskeiðs verður ekki hægt að hafa innanfélagsmót fyrir A og B keppendur fyrir Haustmótt ÍSS. Þess vegna verður haft eitt æfingarmót fyrir A og B keppendur sunnudaginn 19 september klukkan 09:00 (tími gæti breyst fer eftir fjölda þáttakenda) og Peter og Ivana ætla að fara í dómarasætin. Foreldrar og forráðamenn, ömmur og afar, frænkur og frændur og allir vinir og vandamenn velkomnir að koma og horfa á yndisfríðan hóp sína listir sínar. 

Akureyrarmótið hefst 27.september

Fyrsta mót tímabilsins hefst mánudaginn 27. september. Liðsstjórar eru beðnir að tilkynna lið sín sem fyrst til að auðvelda undirbúning. Þeir sem eru ekki komnir í lið geta sent póst á Hallgrím formann hallgrimur@isl.is og látið vita.

Foreldrafélag

Kæru foreldrar/forráðamenn

Enn og aftur auglýsum við eftir fólki til starfa með forelrafélaginu. Við erum ekki að auglýsa eftir fólki í stjórnunarstöður heldur þurfum við að vera fleiri ef foreldrafélagið á að geta verið öflugt og haldið utan um okkar iðkendur.

Endilega hafið samband.

rakelhb@ simnet.is

 

Mót hjá 5-6-7 flokk á Akureyri fellur niður

Þetta mót fellur niður og verður í nóvember.

 

Tímataöflur hvers hóps

Tímatöflur fyrir hvern hóp fyrir sig er komin inn í valmyndinni hér til vinstri . ATH að afís hjá Söruh sem er á mánudögum hefst ekki fyrr en 12 september.

D-hópar byrja 15 september

Æfingar A, B og C hópa byrjuðu mánudaginn 30.ágúst - D hópar hefja starf 15.september. Tímatafla, hópaskipting og æfingargjöld er komin inn hér í valmyndinni til vinstri. Skráning allra iðkenda, bæði fyrir vana og óvana, má finna í valmyndinni efst til vinstri.

Curling Champions Tour í beinni

Baden Masters fer fram helgina 10.-12. september og hægt er að horfa á mótið í beinni á netinu.logo_curling_champions_tour_120

Fjör í fyrsta krullutíma tímabilsins

Framhaldsskólinn á Húsavík í heimsókn í fyrsta krullutímanum.  

Rut Hermannsdóttir nýr formaður

Rut Hermannsdóttir, varaformaður LSA hefur tekið að sér formennsku í deildinni. Ég kveð og þakka fyrir skemmtilegan og lærdómsríkan tíma hjá besta skautafélagi í heimi. Ég verð auðvitað áfram innan handar bæði við mót og annað sem til fellur. Takk fyrir mig.

kv.
Hilda Jana Gísladóttir

Engin morgunæfing

Engin morgunæfing er á morgun en hægt verður að fara á svelllið frá 15:00 - 18:30 og æfa prógröm. Hver iðkandi má vera í klukkutíma á ís, þá geta allir fengið ístíma . Það er engin afís í dag