Keppnisröð á Íslandsmóti barna- og unglinga

HÉR má sjá keppnisröð allra flokka á Íslandsmóti barna- og unglinga, smellið á "starting order". Munið að mæta í síðasta lagi klukktíma fyrir uppgefinn keppnistíma, það getur komið fyrir að mótinu verði flýtt af einhverjum orsökum og því best að gefa sér nægan tíma. Upphitun afís skulu iðkendur hefja ca. 30 mínútum fyrir upphitun á ís.

Ólympíuleikar - komið að undanúrslitum og úrslitum

Undanúrslit krullukeppninnar á Ólympíuleikunum fara fram í dag, fimmtudaginn 25. febrúar, úrslit kvenna á morgun, föstudaginn 26. febrúar, og úrslit karla laugardaginn 27. febrúar. Mögulegt er að horfa á alla leikina í beinni útsendingu á netinu. Sjá tímasetningar og rásir neðar í þessari frétt.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar einir á toppinn

Átta umferðum lokið. Mammútar efstir, Riddarar í öðru sæti. Önnur lið fylgja fast á eftir.

Íslandsmótið i krullu: Frestaður leikur úr 7. umferð

Í kvöld fer fram einn leikur í deildarkeppni Íslandsmótsins, frestaður leikur úr sjöundu umferðinni.

Fer Haraldur konungur í köflóttar krullubuxur?

Buxur norska karlaliðsins í krullu á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli.

Senior flokkur kvenna keppir á Vetrarólympíuleikunum í nótt, þar á meðal er Ivana okkar!

Við viljum minna á að 23. og 25. febrúar n.k. er komið að konunum í Vancouver á Vetrarólympíuleikunum að keppa og þar er á meðal keppenda Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu en hún hefur æft hér á Akureyri þegar móðir hennar og þjálfari hefur komið að þjálfa í æfingabúðum LSA. Hún mun keppa með stutta prógrammið sitt eða skyldudansinn kl. 01:00 að íslenskum tíma (24. febrúar). Hún skautar nr. 2. Hægt er að horfa á mótið á Eurosport fyrir þá sem stöðina hafa en svo er hægt að sjá keppnina hér á netinu: http://www.myp2p.eu/competition.php?competitionid=∂=sports&discipline=olympicwintergames og http://www.eurovisionsports.tv/olympics/. Shizuka Arakawa frá Japan náði gullinu fyrir fjórum árum í Torino og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í nótt :)

Íslandsmótið i krullu: Tveir sigrar skilja að efstu og neðstu lið

Mammútar og Riddarar nú efstir með fimm vinninga. Neðstu liðin með þrjá vinninga.

SA deildarmeistarar eftir góðan sigur á SR

Síðasti leikur SA í undankeppninni fór fram á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af SR með 5 mörkum gegn 4 og tryggði sér með því deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku.  SR og Björninn munu eigast við á morgun í úrslitaleik um hitt sætið í úrslitakeppninni.  Leikurinn var jafn og skemmtlegur en það var Lurkurinn Rúnar Rúnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Steinari Grettissyni, en SR-ingar jöfnuðu skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni.

Engar æfingar á morgun þriðjudaginn 23. febrúar

Það verður hvorki morgunæfing né Laugargata á morgun!

Fljótasti sópari allra tíma?

Carl Lewis féll fyrir krullunni á Ólympíuleikunum.