Foreldrar/forráðamenn iðkenda í 1. 2. og 3. hópi!

Helgina 29. febrúar til 2. mars munu allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni vegna Barna- og unglingamóts í Reykjavík. Allir þjálfarar verða viðstaddir þessa keppni og af þeirri ástæðu verður ekki unnt að halda uppi æfingum. Í staðinn verða æfingar mánudaginn 3. mars. Æfing hjá 3. yngri verður á venjulegum tíma eða milli 15 og 15:45, 3. hópur eldri mætir milli 15:45 og 16:30 og 1. og 2. hópur milli 16:30 og 17:10.  

Kveðja,

þjálfarar og stjórn

Íslandsmótið í krullu - 7 stiga umferð hjá Norðan 12

Mammútar héldu toppsætinu þrátt fyrir frí. Norðan 12 skoraði 7 gegn Íslandsmeisturunum.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudagskvöldið 25. febrúar.

Landvættirnir fengu að kynnast svellinu

Bragðarefir kenndu Landvættunum réttu tökin.

Hringrásarmótinu lokið

Jæja þá er Hringrásarmótinu lokið og sunnanliðin lögð af stað heim. Keppendur hafa held ég aldrei verið fleiri og það er búið að vera mikið ævintýri að sjá þessa 140 iðkendur eigast hér við. Margir unnu góða sigra og aðrir töpuðu leikjum svona eins og gengur en saman vann þessi mikli hópur stóran sigur, það er að umgengni í Skautahöllinni var til fyrirmyndar og liðunum öllum til mikils sóma og vil ég þakka krökkunum sérstaklega fyrir það. Við vonum að allir hafi skemmt sér eins vel og við gerðum og hlökkum til næsta móts.

SA vann aftur

Seinni leik SA og Bjarnarins í 2.fl. var að ljúka með sigri SA 7 - 3      Góóóóóðir SA ..................

Góður sigur SA í 2. flokki

Rétt í þessu var að ljúka leik SA og Bjarnarins í 2. flokki hér í Skautahöllinni.   Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá upphafi og lengst framan af.  Fyrsta mark leiksins átti Björninn og kom það um miðja 1. lotu og var heldur klaufalegt.  Eftir uppkast í okkar svæði fór pökkurinn langt upp í loft og sveif í háum boga í átt að markinu þar sem Ómar Smári Skúlason bjó sig undir að grípa auðveldan pökk.  Svo fór þó ekki og pökkurinn skoppaði úr hanskanum, aftur fyrir Ómar og yfir marklínuna..

SA liðsskipan á Hringrásarmóti

Nú er Denni búinn að raða upp liðunum fyir Hringrásarmótið og hægt að skoða liðsskipanina með því að smella á "lesa meira" Dagskránna er svo hægt að skoða með því að smella á efsta hlekkinn í valmyndinni hér til vinstri.

Tilkynning frá gjaldkera Krulludeildar

Íshokkí

Ef einhverjum finnst íshokkí stutt á veg komin á íslandi.