06.03.2008
Þriðja skiptið á HM eldri leikmanna. Fjórir úr Krulludeild SA og einn úr Krulludeild Þróttar keppa fyrir Íslands hönd.
06.03.2008
Heimsmeistaramót yngri leikmanna stendur nú yfir í Svíþjóð. Mögulegt er að horfa á leiki í beinni útsendingu á netinu.
06.03.2008
Þrjú lið núna jöfn í 4.-6. sæti með 8 stig. Hlé á undankeppninni fram yfir páska. Toppliðin leika í næstu umferð.
05.03.2008
Fjórir leikir fara fram á Íslandsmótinu í krullu í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. mars.
04.03.2008
Síðasta sunnudag var gríðarlega gaman þegar hluti meistaraflokks tók létta æfingu með yngri krökkunum við mikinn fögnuð þeirra yngri.
Hér má sjá nokkrar myndir frá herlegheitunum.
04.03.2008
Íslandsmót barna og unglinga í listdansi á skautum, var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Iðkendurnir 33 frá Skautafélagi Akureyrar stóðu sig með afburðum vel og unnu til 13 verðlauna á mótinu, sem verður að teljast frábær árangur! Þar að auki gekk mótið mjög vel og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði. Stjórn Listhlaupadeildar er mjög stolt af þeim keppendum sem tóku þátt í mótinu, enda voru þeir til fyrirmyndar í einu og öllu, hvort heldur sem litið er til frammistöðu á svellinu eða utan þess.
Þeir sem unnu til verðlauna í sínum flokki fyrir hönd listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar voru:
Gull:
Sandra Ósk Magnúsdóttir (15 ára og eldri B), Helga Jóhannsdóttir (Novice) og Urður Ylfa Arnarsdóttir (12 ára og yngri A)
Silfur:
Guðný Ósk Hilmarsdóttir (15 ára og eldri B), Guðrún Marín Viðarsdóttir (14 ára og yngri B), Urður Steinunn Frostadóttir (12 ára og yngri B) og Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir (8 ára og yngri B)
Brons:
Sigrún Lind Sigurðardóttir (Junior), Auður Jóna Einarsdóttir (15 ára og eldri B) og Aldís Rúna Þórisdóttir (14 ára og yngri B) Birna Pétursdóttir (12 ára og yngri B), Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir (10 ára og yngri B) og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir (8 ára og yngri B)
04.03.2008
Mammútar halda sínu striki og eru nú orðnir nánast öruggir um að fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu.
03.03.2008
Sporatími milli 06:30 og 07:15 hjá 5. og 6. hópi fellur niður á morgun þriðjudaginn 4. mars. Kv. Helga Margrét
03.03.2008
Fjórir leikir fara fram á Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudaginn 3. mars.