SA hafði sigur

Fyrri leik helgarinnar er lokið með sigri heimamanna    6 - 4. Gang leiksins má skoða hér.

Dansinn og tímar á Bjargi

Það verður frí í dansinum 9.feb en síðasti tíminn verður þá 23.feb.

Tímarnir á Bjargi byrja svo í mars nánar augl. síðar

kveðja stjórnin

Æfingar falla niður á sunnudagsmorguninn næsta!

Æfingar falla niður á sunnudagsmorgun nk. 27. janúar hjá 4. 5. og 6. hóp milli 8 og 11. Æfingar verða skv. tímatöflu á sunnudagskvöldið.

Æfingatímar um helgina

Vegna landsliðsæfinga verða engar æfingar hjá markmönnum á laugardagsmorguninn. Það verður heldur engin laugardagsæfing hjá 3.fl. En 3.flokkur á að spila við landslið kvenna á sunnudagsmorgun kl. 8,30 til 11,00.  Hjá 4. og 5.flokki verða æfingar eins og venjulega á laugardag og einnig hjá 6. og 7.fl. og byrjendum á sunnudag.

Íslandsmótið í krullu 2008 - auglýsing frá Krullunefnd ÍSÍ

Íslandsmót í krullu 2008 verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Leikið verður í febrúar, mars og apríl. Úrslitakeppni fer fram 11. og 12. apríl. Þátttökugjald er 5.000 kr./lið.

Þátttökutilkynningar berist til Gísla Kristinssonar, gisli@arkitektur.is, eða Ágústs Hilmarssonar, agustehf@simnet.is, í síðasta lagi 31. janúar 2008.

Bikarmótið: Átta liða úrslitum lokið

Fífurnar leika gegn Víkingum og Riddarar gegn Skyttunum í undanúrslitum.

Úrslit á minningarmóti Magnúsar Finnssonar

Oldboys lið Skautafélags Akureyrar endurheimti bikarinn sem þeir töpuðu til SR í fyrra en úrslitin urðu eftirfarandi.

Helga Jóhannsdóttir keppir á Norðurlandamóti og Copenhagen Trophy!

Skautarinn okkar hún Helga Jóhannsdóttir sem um helgina varð Íslandsmeistari í Novice flokki hefur verið valin af Skautasambandi Íslands til að taka þátt á Norðurlandamóti sem haldið verður hér á Íslandi 7.-10. febrúar. Einnig hefur hún hlotið þátttökurétt á Copenhagen Trophy sem er alþjóðlegt mót á vegum danska skautasambandsins og verður það haldið 7.-9. mars nk. í Óðinsvé. Við viljum óska Helgu innilega til hamingju með árangurinn!

Bikarmót Krulludeildar - 8 liða úrslit

Átta liða úrslit Bikarmóts Krulludeildar fara fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. janúar.

2 leikir hjá meistaraflokki S.A. um helgina.

Um helgina fær meistaraflokkur S.A. Björninn í heimsókn til að spila 2 leiki.