Bikarmótið: Norðan 12 og Skytturnar áfram

Framlengt í öðrum leik kvöldsins. Fyrstu umferðinni lýkur mánudagskvöldið 21. janúar með þremur leikjum.

Norðurlandamót

Hópferð á Norðurlandamótið!
Ef næg þátttaka fæst í hópferð á Norðurlandamótið dagana 7.-10. febrúar, þá hefur deildin ákveðið að standa fyrir rútuferð og miða á mótið, fyrir laugardag og sunnudag. Samtals (áætlaður kostnaður) 5400 fyrir fullorðna og 4600 fyrir börn. Tvær hugmyndir eru uppi um brottfarartíma, annars vegar 16:00 á föstudeginum og hins vegar 8:00 á föstudagsmorgni. (en þá myndum við sjá okkar keppanda á föstudegi, Helgu, og  þá myndi bætast við 700 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn)
Áhugasamir, endilega sendið póst á hildajana@gmail.com FYRIR 21. janúar!!!!!

Minningarmót um Magnús Finnsson

Um helgina verður haldið minningarmót í hokkí (oldboys) um Magnús Finnsson.

Bikarmótið: Tveir leikir í kvöld

Bikarmót Krulludeildar hefst í kvöld með tveimur leikjum. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi.

Afís fellur niður á föstudag hjá Söruh Smiley!

Afís hjá 4. 5. og 6. hóp fellur niður á föstudag þar sem Sarah Smiley verður fjarverandi vegna keppni í Reykjavík. Einnig verða að öllum líkindum breytingar á æfingatímum um helgina, fylgist vel með.

Bikarmót Krulludeildar - undanúrslit

Undanúrslitin í Bikarmóti Krulludeildar verða leikin í kvöld, mánudagskvöldið 28. janúar.

 

Næsta föstudag flykkjast rollingarnir suður í Laugardalinn

Um næstu helgi verður haldið í Laugardalnum annað 5. til 7.flokks mót vetrarins. Sú ánægjulega breiting hefur orðið frá áður útgefinni dagskrá að það hefur orðið fjölgun í 7.fl. svo leikjum hefur verið bætt inní dagskránna samkvæmt fréttum á vef SR. Dagskrá mótsins má skoða hér.

Akureyrarmótið: Víkingar meistarar

Víkingar eru Akureyrarmeistarar í krullu 2007. Skytturnar og Bragðarefir í verðlaunasætum.

Yngsti markaskorari helgarinnar

Um helgina spilaði SA tvo leiki við Narfamenn hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Leikmenn SA voru heldur færri á leikskýrslu að þessu sinni þar sem 10 leikmenn voru fjarverandi m.a. vegna U18 æfingabúða og meiðsla.  Það var því ágætis ástæða til að leyfa yngri leikmönnum að spila sem og þeim sem minna höfðu fengið að spreyta sig í vetur. 

Morgunæfing fellur niður!

Morgunæfing fellur því miður niður hjá 5. og 6. hóp á morgun þriðjudaginn 15. janúar!