Skautapeysurnar eru komnar

Halló! Skautapeysurnar eru komnar í hús. Endilega hafið samband við Allý í síma 8955804 um afhendingu. 

Breytingar á Dagskrá Íslandsmótsins

Nokkrar breytingar hafa orðið undanfarið á Dagskrá vetrarins meðal annars vegna þess að ÍHÍ hefur verið að vinna að útbreiðslumálum íþróttarinnar og hefur með harðfylgi tekist að koma nokkrum leikjum í beina útsendingu í sjónvarp, sem er aðal ástæða breytinganna. Skoða má uppfærða dagskrá á ÍHÍ vefnum með því að smella hér. Dagskráin hér á síðunni verður svo uppfærð fljótlega.

Bikarmótið: Fyrstu umferð lokið

Fálkar og Kústarnir úr leik í Bikarmótinu. Gísli setti á punktinn í skotkeppninni. Átta liða úrslit miðvikudagskvöldið 23. janúar.

Audrey Freyja Íslandsmeistari valin íþróttamaður SA og skautakona ársins 2007!

Nýverið var Audrey Freyja Clarke valin Skautakona ársins 2007 af Skautasambandi Íslands. Audrey hefur notið þessa titils síðustu árin fyrir frábæran árangur bæði á mótum hér heima og einnig erlendis, hún hefur unnið gott starf í þágu íþróttarinnar t.a.m. verið andlit okkar út á við og átt stóran þátt í auknum áhuga almennings á skautaíþróttinni. Audrey Freyja hefur verið Íslandsmeistari í listhlaupi í Novice flokki 2001 og í junior flokki 2002, 2003, 2004, 2005 og 2007 og nú um síðustu helgi varð hún krýnd Íslandsmeistari í Senior flokki sem er jafnframt elsti flokkur sem keppt er í.  Einnig var Audrey valin Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar og var í kjölfarið af því í 3. sæti í vali á Íþróttamanni Akureyrar. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með þennan árangur!

Til hamingju SA með frábæran árangur!

Um helgina fóru 10 iðkendur á Vetrar- og Íslandsmeistaramót sem haldið var í Egilshöll. SA stelpur stóðu sig vel að vanda og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur. Undir lesa meira má sjá úrslit.

Keppendur á Vetrar- og Íslandsmeistaramóti ATH!

Allir sem kepptu á Vetrarmóti og Íslandsmeistaramótinu um helgina fá frí í dag og mæta á æfingu aftur á miðvikudag á venjulegum tíma.

Krullan rokkar!

Tónlistarmyndband með hljómsveitinni Hammerfall og sænsku Evrópumeisturunum í krullu kvenna - smellið hér.

Æfingar falla niður á laugardagsmorgun.

Engar æfingar verða hjá hokkí á laugardagsmorgun, 19. janúar 

Dans

Frá og með morgundeginum 19. janúar verður einn hópur í dansi frá kl: 13.30 - 15.00

kveðja stjórnin

Breyttar æfingar um helgina!

Vegna fjarveru bæði þjálfara og margra iðkenda um helgina vegna Íslandsmeistaramóts í Reykjavík þarf að breyta æfingatímum hjá sumum flokkum.

Æfingar verða sem hér segir:

Föstudagurinn 18. janúar

kl. 15-15:45 = 3. hópur eldri
kl. 15:45-16:30 = 4. hópur
kl. 16:30-17:10 = 2. hópur
kl. 17:20-18:50 = 5. og 6. hópur

(munið að afís hjá Söruh Smiley fellur líka niður) 

Laugardagurinn 19. janúar

kl. 11:10-12 = 3. hópur yngri
kl. 12-12:50 = 3. hópur eldri

Sunnudagurinn 20. janúar

Engar æfingar um morguninn!

kl. 17:15-18 = 4. hópur
kl. 18-20 = 5. og 6. hópur