Breyttar æfingar um helgina 5-6 febrúar
Vegna Bautamótsins á laugardag fellur niður æfing hjá markmönnum og 5 flokkur á að mæta á æfingu með 6 flokk kl 11 á sunnudag.
Vegna Bautamótsins á laugardag fellur niður æfing hjá markmönnum og 5 flokkur á að mæta á æfingu með 6 flokk kl 11 á sunnudag.
Framkvæmdastjóri félagsins, Viðar Jónsson, verður í veikindaleyfi frá störfum fram á vorið. Viðar lenti í hörðum árekstri í vondu veðri er hann var á heimleið eftir íshokkíleik í Reykjavík í fyrra, en hann var að ferja nokkra leikmenn úr kvennaliði SA. Hann hefur glímt við afleiðingar þessa slyss síðan og því var brugðið á það ráð að undirritaður myndi sinna hans störfum að einhverju leyti fram til vors. Óskum við Viðari skjóts bata svo hann geti sem fyrst hafið störf að nýju.
Fyrirspurnum varðandi félagið og skautahöllina er eftir sem áður hægt að senda á skautahollin@sasport.is
Með kveðju,
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Formaður SA.
Í gærkvöldi fór fram æsispennandi leikur á milli liðanna úr heimabæ hokkísins, Jötna og Víkinga. Víkingar voru taldir sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik en þó varð að taka tilllit til þess að Jötnar hafa verið á mikilli siglingu upp stigatöfluna að undanförnu og hafa náð í stig síðustu leikjum gegn SR og Birninum. Það voru svo Jötnarnir sem fóru betur af stað og komust í 3 - 0 í fyrstu lotu á meðan Víkingar virtust heillum horfnir. Þeir náðu þó að klóra aðeins í bakkann þegar Andri Mikaels skoraði eftir frákast frá Orra Blöndal. Mörk Jötnanna skoruðu Stefán Hrafnsson og Mr.LeCunt.