SA Ynjur - SA Valkyrjur í kvöld kl: 19.30

Í kvöld taka Ynjur á móti Valkyrjum í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn kl 19.30. Nokkur stigamunnur er á liðunum í töflunni en leikurinn gæti þrátt fyrir það orðið nokkuð spennandi. Ynjur unnu Björninn sannfærandi í síðasta leik sínum og hafa sýnt stíganda í vetur. Valkyrjur töpuðu hinsvegar naumlega fyrir Birningum í þeirra síðasta leik en vilja eflaust komast sem fyrst aftur á sigurbraut.

Íslandsmótið: Garpar einir ósigraðir

Garpar sluppu fyrir horn í aukaumferð í leik kvöldsins, Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik.

Íslandsmótið: 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 14. febrúar, fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins.

Vinamót, tilkynning

Vinamót SA

Skautahöllinni Akureyri

12-13 mars

Fyrir C keppendur

Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 22.02.2011

Skrá skal keppendur í linknum hér til vinstri undir "skráning keppenda" og leggja inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060. Mikilvægt að senda kvittun á didda@samvirkni.is til að staðfesta greiðslu. Keppnisgjald er 2500 kr. Ef ekki er búnið að skrá sig og borga keppnisgjaldið þegar skráningafrestur rennur út er litið svo á að viðkomandi skautari ætli ekki að taka þátt. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að frestur rennur út. 

2.flokkur SA - Björninn - Leik lokið 4 - 1

Leikurinn er hafinn.       Björninn fær 2 fyrir charging 18,10.        Björninn með fullskipað lið.      14,21  björninn skorar 0 - 1      13,50   siggi reynis skorar fyrir sa 1 - 1  með stoð frá birgi þorsteins.    

Meistaraflokkur kvenna SA-Ynjur - Björninn leik lokið 5 - 0

Ynjur tóku á móti Birnum hér í Skautahöllinni í kvöld og gerðu sér lítið fyrir og unnu þær nokkuð auðveldlega, 5 - 0.   Þetta var fyrsti sigur Ynja á Birninum og þetta var einnig síðasta skiptið sem þessi tvö lið mætast í vetur.  Það var varla hægt að klára veturinn betur og næsta víst að Ynjur eru sáttar eftir kvöldið.  Þetta sýnir mikinn stíganda hjá liðinu og gefur tóninn fyrir næsta vetur.

Sigurinn var aldrei í hættu en fyrsta markið kom frá varnarmanninum Védísi Valdimarsdóttir en hún átti einnig stoðsendingu á Söruh Smiley sem skoraði annað markið.  Staðan var 2 - 0 eftir fyrstu lotu og 2. lotu lauk einnig 2 - 0.  Fyrra markið skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Bergþóru Bergþórsdóttur, en síðan var það Bergþóra sem skoraði 4. markið.

Hokkí í dag

Í dag er mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri.  Landsliðsæfingar standa yfir hjá kvennaliðinu og voru þær á æfingu bæði í gærkvöldi og í morgun.  Seinni partinn og í kvöld verða svo tveir leikir, sá fyrri verður á milli Ynja og Birna kl. 17:00.  Björninn vann síðasta leik gegn Valkyrjum um síðustu helgi og ætla sér væntanlega stóra hluti gegn Ynjum í dag.

Strax á eftir kvennaleiknum verður svo leikur hjá 2. flokki þegar SA tekur á mót Bjarnarmönnum.  Þessi tvö lið eru nú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir sunnlensku standa aðeins betur að vígi.  Leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur fyrir okkar menn ef þeir ætla að eiga möguleika á titli. 

Myndir úr leik Jötna og SR

Tvö söfn eins og undanfarið. Elvars er hér og Sigurgeirs er hér.

Úr krullureglum WCF

Til gamans eru hér rifjuð upp ákvæði í reglum WCF um stigaskor í leikjum.

Íslandsmótið: Tvö lið ósigruð enn.

Sigur hjá Mammútum, Víkingum og Skyttunum.