Skiptimarkaður

Það verður skiptimarkaður með notaðan hokkíbúnað fimmtudaginn 29 sept frá kl 16:30-19:00.

Akureyrarmótið í krullu

Akureyrarmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 26. september. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.

Skráningardagurinn mikli!

Skráningardagurinn mikli er fimmtudaginn 29 september frá kl 16:00 – 21:00.

Ynjur unnu og Jötnar töpuðu

Leikirnir á móti Birninum í gær fóru báðir 5 - 1. Þeim fyrri töpuðu Jötnar þrátt fyrir ágætis spretti, voru fáliðaðir og urðu fljótt þreyttir. Þeir héldu ágætlega í við Bjarnarmenn fram í 2. lotu en síðan fór að síga á ógæfuhliðina.

Leikir í dag hjá Ynjum og Jötnum - Hokkíhelgi

Jötnar og Ynjur eru nú sunnan heiða, en liðin munu etja kappi við Björninn í Grafarvogi í dag. Jötnar hefja leikinn kl. 16:30 en þetta er í fyrsta skiptið í vetur sem þeir mæta Birninum.

BAUTAMÓTIÐ 24. og 25. september

Nú um helgina fer fram hið árlega BAUTAMÓT í íshokkí, en það er 4.flokkur barna sem etur þar kappi.

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar Skautafélags Akueyrar

Aðalfundur Foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. september í fundarherberginu í Skautahöllinni. Allir foreldrar barna 16 ára og yngri eru hvattir til að mæta og setja mark sitt á stjórn og starf vetrarins.

Víkingar og Jötnar áttust við í gær

Í gærkvöldið mættust hér í Höfuðstað hokkísins Víkingar og Jötnar í fyrsta skiptið í vetur. Fyrir leikinn voru Víkingar í neðsta sæti og Jötnar töluvert ofar eftir sigur á Húnum í síðasta leik.

Lítið skyndimót LSA

Lítið skyndimót fyrir A og B keppendur verður haldið miðvikudaginn 21. sept og hefst það klukkan 18:00.

Ynjur unnu stórsigur á Birninum

Á eftir Jötnaleiknum á laugardaginn mættust Ynjur og Björninn í heldur ójöfnum leik.