19.09.2013
Dagana 21.-22. september fer fram helgarmót hjá 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskrá mótsins er tilbúin. Eitthvað verður um tilfærslur á tímum á milli Hokkídeildar og Listhlaupadeildar í tengslum við mótið - þær breytingar verða birtar sérstaklega.
19.09.2013
Frostmót listhlaupadeildarinnar var haldið í gær, miðvikudaginn 18. september. Það voru 13 keppendur sem stóðu sig allir sem einn með prýði. Vill mótstjóri þakka iðkendum, þjálfara, dómurum og öllum þeim sem unnu við mótið, kærlega fyrir daginn.
18.09.2013
Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar verður haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar fimmtudagskvöldið 19. september og hefst kl. 20.30.
18.09.2013
Fyrirhugað er að halda dómaranámskeið í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri helgina 28.-29. september. Áhugasamt hokkífólk er vinsamlega beðið um að endurnýja fyrri skráningu.
Mikilvægt að væntanlegir þátttakendur lesi þessa frétt og það efni sem vísað er í með tenglum í fréttinni.
16.09.2013
Víkingar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn og fóru með sigur af hólmi.
16.09.2013
Gestir í Skautahöllinni á Akureyri hafa tekið eftir breytingum sem gerðar hafa verið í sumar og haust. Markmiðið er að til verði svæði þar sem fólk getur hist og sest niður án þess að krókna úr kulda.
09.09.2013
Þegar SA mætti liði SR í mfl. kvenna í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn var það í fyrsta skipti í hokkísögu Íslands sem allir þátttakendur í sama leik eru konur - leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar og dómarar. Fimm leikmenn SA léku sinn fyrsta meistaraflokksleik. Úrslitin: SR - SA 5-7.
08.09.2013
Ætlunin er að hefja keppnistímabilið í krullu með Akureyrarmótinu mánudagskvöldið 16. september. Fyrir fyrsta keppniskvöldið verður dregið um töfluröð og þá kemur í ljós hvaða lið mætast í fyrstu umferð.
08.09.2013
Jötnar sóttu ekki gull í greipar SR-inga í fyrsta leik sínum á Íslandsmóti karla á þessari leiktíð. Helgi Gunnlaugsson skoraði eina mark Jötna í 8-1 tapi.
07.09.2013
Kvennalið SA og Jötnar héldu suður á bóginn í morgun og mæta SR-ingum í leikjum kvöldsins í Laugardalnum. Breytt fyrirkomulag í meistaraflokki kvenna. Nokkur ný nöfn hjá Jötnum.