25.01.2013
Þar sem liðunum hefur fækkað um eitt breytist mótið, allir spila við alla og því komin ný leikjadagskrá.
25.01.2013
Myndasafn frá Ásgrími Ágústssyni er komið inn á vefinn hjá okkur.
23.01.2013
Jötnar máttu játa sig sigraða gegn Fálkum í markaleik í Skautahöllinni á Akureyri í gær, 5-7.
22.01.2013
Eins og við sögðum frá um liðna helgi þegar við birtum nokkrar myndir frá Bautamótinu þá sást til "alvöru" ljósmyndara á svæðinu. Þar var á ferðinni Ásgrímur Ágústsson - Ási ljós - og eru nú komnar 50 myndir frá honum í albúm.
22.01.2013
Í kvöld fer fram einn leikur í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Fálkar mætast í mfl. karla. Leikurinn hefst kl. 19.30.
21.01.2013
Leikjadagskráin fyrir Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið, er tilbúin. Athugið breytingu frá fyrri frétt, ekki verður leikið á miðvikudagskvöldið.
20.01.2013
SA-stelpurnar koma heim með þrenn gullverðlaun frá keppni á Reykjavík International Games um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Martha María Jóhannsdóttir unnu sína flokka.
20.01.2013
SA-liðin áttu frábæra helgi á Bautamótinu, unnu alla leikina gegn SR og Birninum.
Uppfært: Einn leikur A-liðsins og allir leikir B-liðsins voru teknir upp og geta foreldrar eða aðrir komið og fengið að afrita þá, t.d. yfir á flakkara. Stærð skránna er samanlögð rúmlega 13gb. Leikirnir eru í möppu á skjáborði tölvunnar í Skautahöllinnil
20.01.2013
Helgina 25.-26. janúar fer fram árlegt minningarmót í íshokkí um Magnús E. Finnson, fyrrum formann SA.