23.09.2014
Nýliðna helgi var fyrsta mót Skautasambands Ísland í vetur og var það Haustmót. Alls fóru 19 keppendur frá Skautafélgi Akureyrar og stóðu allir sig með prýði. Fyrir nokkra keppendur var þetta þeirra fyrsta sambandsmót og voru þessir ungu og efnilegu keppendur félagi sínu til sóma.
22.09.2014
SA-Ásynjur tókur Kvennalið Bjarnarins í kennslustund í fyrsta leik sínum á tímabilinu og unnu þá viðureign 5-0. Ásynjur eru komnar til baka og Guðrún Blöndal og Birna Baldursdóttir aftur mættar til leiks eftir að hafa tekið sér pásu frá meistaraflokki bróður partinn af tímabilinu í fyrra.
20.09.2014
SA átti góðan dag í dag. Mfl. Karla vann sinn leik 6:3, Mfl. Kvenna vann sinn 5:0 og 4.fl vann báða sína leiki dagsins nokkuð sannfærandi á mótinu í Laugardalnum.
17.09.2014
Nú er æfingatímabilið komið á fullt og flestir hafa væntanlega tekið eftir því að nokkuð hefur bæst í þjálfara flóruna það sem af er vetri og aukaæfingum hefur verið fjölgað. Við þetta bætist að Richard Tahtinen meistaraflokksþjálfari verður með tækniæfingar og vídjókennslu mánaðarlega fyrir 5. Flokk og upp úr. Þá mun Richard einnig halda fyirrlestraröð þar sem hann fjallar um íþróttasálfræði og líf íþróttamannsins í víðara samhengi.
15.09.2014
Leikmenn SA uppskáru ríkulega í suðurferð nýliðinnar helgi. Víkingar mættu nýju liði Esjunar í fyrsta sinn í Laugardalnum, lokatölur leiksins urðu 8-3. Á sama tíma spilaði 3. Flokkur SA við Björninn í Egilshöll og unnu þeir sinn leik 8-1. Fyrir leikinn í Laugardalnum söng karlakór Esjunnar þjóðsönginn fyrir viðstadda og ljóst að nýji græni liturinn hefur ekki aðeins hleypt fersku blóði í deildarkeppnina heldur er liðið líka með sína eigin sérstæðu stemmningu í kringum sig sem gaman er að en öll umgjörð í kringum leikinn var til fyrirmyndar.
12.09.2014
Ásgrímur Ágústsson heiðursfélagi Skautafélagsins varð sjötugur á þriðjudaginn. Skautafélagið færði honum gjöf í tilefni af deginum en meistaraflokksmenn Víkinga sáu um afhendinguna í afmælisveislu á heimili Ásgríms áður en þeir héldu til leiks gegn SR.
11.09.2014
Fyrsti heimaleikur SA-Víkinga fór fram á þriðjudagskvöldið síðasta og tók liðið á móti SR-ingum sem mættu borubrattir til leiks eftir sigur á Esju helgina á undan á meðan Víkingar töpuðu í framlengingu fyrir Birninum. SA-Víkingar unnu leikinn 5-3 og eru því efstir í deildinni eftir 2 umferðir.
01.09.2014
Öllum iðkenndum og ekki síður foreldrum í Skautafélaginu er boðið á næringar fyrirlestur hjá Fríðu Rún Þórðardóttur sunnudaginn 7. september kl 15.30 á 4.hæð í Rósenborg, áður Barnaskólinn á Akureyri.
30.08.2014
Íshokkí kennsla fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa stigið á ísinn lengi. Farið verður í grunntækni og spilað hokkí alla miðvikudaga í september kl 21.10-22.10.