12.09.2014
Ásgrímur Ágústsson heiðursfélagi Skautafélagsins varð sjötugur á þriðjudaginn. Skautafélagið færði honum gjöf í tilefni af deginum en meistaraflokksmenn Víkinga sáu um afhendinguna í afmælisveislu á heimili Ásgríms áður en þeir héldu til leiks gegn SR.
11.09.2014
Fyrsti heimaleikur SA-Víkinga fór fram á þriðjudagskvöldið síðasta og tók liðið á móti SR-ingum sem mættu borubrattir til leiks eftir sigur á Esju helgina á undan á meðan Víkingar töpuðu í framlengingu fyrir Birninum. SA-Víkingar unnu leikinn 5-3 og eru því efstir í deildinni eftir 2 umferðir.
01.09.2014
Öllum iðkenndum og ekki síður foreldrum í Skautafélaginu er boðið á næringar fyrirlestur hjá Fríðu Rún Þórðardóttur sunnudaginn 7. september kl 15.30 á 4.hæð í Rósenborg, áður Barnaskólinn á Akureyri.
30.08.2014
Íshokkí kennsla fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa stigið á ísinn lengi. Farið verður í grunntækni og spilað hokkí alla miðvikudaga í september kl 21.10-22.10.
22.08.2014
Skautamaraþon listhlaupadeildar hófst í dag og á morgun stendur Tim Brithen yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ fyrir ásstandskoðun á leikmönnum landsliða í íshokkí.
20.08.2014
Þá hefst loks fjörið en fyrstu æfingar vertíðarinnar verða hjá lishlaupadeild samkvæmt tímatöflum í dag og á morgun hjá íshokkídeildinni. Starfsmenn hússins hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga við að byggja upp ísinn og hann er orðinn nægilega þykkur til æfinga en iðkenndur listhlaups og íshokkí tóku léttar general prufur á ísnum í gær og ísinn stóðst prófið. Þó er enn mikið verk fyrir höndum við að fá ísinn eins góðann og við þekkjum hann þar sem platann hefur afmyndast mikið síðastliðin ár og þarf því að byggja heilmikið upp af ís víða þar sem hæðarmunnur í plötunni frá hæsta til lægsta punkts er um 15 cm.
15.08.2014
Nú þegar skautaæfingar byrja er gott
10.08.2014
Í maí á þessu ári samþykkti Alþjóða Íshokkísambandið breytingu á reglugerð er varðar staðsetningu bláu línanna á keppnisvelli í íshokkí. Breytingarnar felast í því að sóknar- og varnarsvæðin eru stækkuð um 1,5 m hvort. Við það styttist "nutralsvæðið" um heila 3 m eða um 87 m² hjá okkur sem erum með svellið 29 m² á breidd.