Tímatafla og almenningstímar í páskavikunni

Opið verður fyrir almenning kl. 13-16 alla daga í páskavikunni nema hvað lokað verður á páskadag. Æfingar verða hjá deildunum skv. breyttri töflu í páskavikunni.

Vodafone RED býður í skautapartí

Laugardaginn 5. apríl verður frítt á skauta í Skautahöllinni á Akureyri í boði Vodafone RED. Opið verður kl. 15-18.

Æfingar hafnar að nýju - Zamboni kominn í lag

Um kl. 14.20 í dag fór Zamboni aftur inn á ísinn og hann virkar! Æfingar verða því skv. tímatöflu í dag, með smá breytingum þó. Jötnar æfa sér kl. 20.10, en ekki með 3. flokki kl. 18.10 eins og venjulega á fimmtudögum. Engin æfing hjá Víkingum, en listhlaup fær tíma kl. 21.10.

Zamboni-fréttir

Viðgerð á dælumótor Zamboni-hefilsins er ekki lokið. Ljóst er að hann mun ekki komast í lag í dag, miðvikudag.

Engar æfingar á ís í dag, afísæfing hjá 4. flokki hokkí kl. 16

Enn er unnið að viðgerð á dælumótor í Zamboni-ísheflinum. Staðfest er að Zamboni verður ekki klár í slaginn í dag, þriðjudag, og því falla allar æfingar á ís niður í dag. Óvíst er með miðvikudaginn.

Bilun í íshefli, óvíst hvenær hægt verður að hefla

Bilun varð í Zamboni-ísheflinum fyrr í kvöld. Viðgerð stendur yfir. Óvíst er hve langan tíma tekur að koma heflinum aftur í gagnið. Líklegt er að bilunin muni hafa áhrif á æfingar í íshokkí á morgun (þriðjudag). Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og málin skýrast.

Upplýsingar um æfingatíma helgarinnar

Vegna óveðurs og ófærðar hefur Frostmóti listhlaupadeildar SA verið frestað og tilfærslur verða á æfingum U-18 hokkílandsliðsins. Æfingar verða skv. æfingatöflu deildanna á laugardagsmorguninn, en smávægilegar breytingar á sunnudag.

Fimmtudagur 6. mars: Opið í dag kl. 13-15d

Vegna vetrarfría í skólum verður opið fyrir almenning á svellið í dag, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13-15. Venjulegur almenningstími verður síðan á föstudag, laugardag og sunnudag. Minnum á gjaldskrá Skautahallarinnar.

Minnum á tilfærslur á tímum í dag

Minnum á breytingar á tímatöflu í dag, miðvikudag, tilfærslur á tímum á milli listhlaupadeildar og hokkídeildar. Sjá nánar hér...

Dagskrá Vís mótsins

DAgskrá Mótsins