10.08.2014
Í maí á þessu ári samþykkti Alþjóða Íshokkísambandið breytingu á reglugerð er varðar staðsetningu bláu línanna á keppnisvelli í íshokkí. Breytingarnar felast í því að sóknar- og varnarsvæðin eru stækkuð um 1,5 m hvort. Við það styttist "nutralsvæðið" um heila 3 m eða um 87 m² hjá okkur sem erum með svellið 29 m² á breidd.
08.08.2014
Jón Benendikt Gíslason hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar. Jón er félaginu að góðu kunnur en hann hefur æft og keppt fyrri félagið frá barnsaldri. Jón er 31 árs gamall, sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og flutti heim frá Danmörku í byrjun árs eftir nokkurra ára dvöl ytra.
07.08.2014
Nú styttist í opnun Skautahallarinnar en þetta mun verða 15. starfsár hennar. Starfsmenn hallarinnar hafa hafist handa við undirbúning opnunar og nú stendur yfir mikil viðhaldsvinna. Stefnt er að því að æfingar hefjist samkvæmt töflu miðvikudaginn 20. ágúst n.k. og fyrsti almenningstíminn verði föstudaginn 29. ágúst.
09.05.2014
Innan skamms birtast greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum í heimabönkum skráðra félagsmanna.
23.04.2014
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
11.04.2014
Opið verður fyrir almenning kl. 13-16 alla daga í páskavikunni nema hvað lokað verður á páskadag. Æfingar verða hjá deildunum skv. breyttri töflu í páskavikunni.
04.04.2014
Laugardaginn 5. apríl verður frítt á skauta í Skautahöllinni á Akureyri í boði Vodafone RED. Opið verður kl. 15-18.
27.03.2014
Um kl. 14.20 í dag fór Zamboni aftur inn á ísinn og hann virkar! Æfingar verða því skv. tímatöflu í dag, með smá breytingum þó. Jötnar æfa sér kl. 20.10, en ekki með 3. flokki kl. 18.10 eins og venjulega á fimmtudögum. Engin æfing hjá Víkingum, en listhlaup fær tíma kl. 21.10.
26.03.2014
Viðgerð á dælumótor Zamboni-hefilsins er ekki lokið. Ljóst er að hann mun ekki komast í lag í dag, miðvikudag.
25.03.2014
Enn er unnið að viðgerð á dælumótor í Zamboni-ísheflinum. Staðfest er að Zamboni verður ekki klár í slaginn í dag, þriðjudag, og því falla allar æfingar á ís niður í dag. Óvíst er með miðvikudaginn.