Meistaraflokkur kvenna SA-Ynjur - Björninn leik lokið 5 - 0

Ynjur tóku á móti Birnum hér í Skautahöllinni í kvöld og gerðu sér lítið fyrir og unnu þær nokkuð auðveldlega, 5 - 0.   Þetta var fyrsti sigur Ynja á Birninum og þetta var einnig síðasta skiptið sem þessi tvö lið mætast í vetur.  Það var varla hægt að klára veturinn betur og næsta víst að Ynjur eru sáttar eftir kvöldið.  Þetta sýnir mikinn stíganda hjá liðinu og gefur tóninn fyrir næsta vetur.

Sigurinn var aldrei í hættu en fyrsta markið kom frá varnarmanninum Védísi Valdimarsdóttir en hún átti einnig stoðsendingu á Söruh Smiley sem skoraði annað markið.  Staðan var 2 - 0 eftir fyrstu lotu og 2. lotu lauk einnig 2 - 0.  Fyrra markið skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Bergþóru Bergþórsdóttur, en síðan var það Bergþóra sem skoraði 4. markið.

Hokkí í dag

Í dag er mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri.  Landsliðsæfingar standa yfir hjá kvennaliðinu og voru þær á æfingu bæði í gærkvöldi og í morgun.  Seinni partinn og í kvöld verða svo tveir leikir, sá fyrri verður á milli Ynja og Birna kl. 17:00.  Björninn vann síðasta leik gegn Valkyrjum um síðustu helgi og ætla sér væntanlega stóra hluti gegn Ynjum í dag.

Strax á eftir kvennaleiknum verður svo leikur hjá 2. flokki þegar SA tekur á mót Bjarnarmönnum.  Þessi tvö lið eru nú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir sunnlensku standa aðeins betur að vígi.  Leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur fyrir okkar menn ef þeir ætla að eiga möguleika á titli. 

Mondor skautavörur

Minni á að enn er 30% afsláttur af Mondor skautakjólum og pilsum frá Everest. 15% afsláttur af öðrum skautavörum s.s. flísbuxum, sokkabuxum o.fl.

Kveðja Rakel  rakelhb@simnet.is  662 5260

SA-Jötnar - SR í gangi núna. -------- Leik lokið 2 - 6

Það eru búnar 4 min af leiknum og sr er komið með 1 mark skorað af gauta með stoð frá ævari í pp en helgi fékk 2 fyrir hooking.  jötunn nr 5 pétur fékk 2 fyrir hooking en jötnar stóðu það penalty kill af sér.    14 min eftir af 1.lotu.  staðan er 0 - 1.    pökkur fór út af velli sr meginn   11,30 eftir.     jötnar frysta pökkinn  10,44 eftir.     slash á sr adda nr 34.     10,00 eftir.  

SA-Valkyrjur - Björninn. leik lokið með sigri Bjarnarins 1 - 2

Í gangi núna er leikur í meistaraflokki kvenna.

SR - SA-Víkingar seinni leikur helgarinnar: leiknum lauk með sigri Víkinga 3 - 7

Það verður lýsing á leiknum á síðu ÍHÍ undir tölfræði kk eða smella hér.  En leiknum seinkar eitthvað vegna þess að síðasta skot í upphitun braut gler og viðgerð stendur yfir.

SR - SA-Víkingar í laugardal í kvöld kl 20,15

Hægt er að fylgjast með gangi leiksins í textalýsingu á mbl.is

Breytingar á tímatöflu vorannar

Það verða gerðar nokkrar breytingar á stundatöflu fyrir vorönn 2011 og þær taka gildi á mánudaginn 7.febrúar.

 

BAUTAMÓTIÐ 4.flokkur nú um helgina

Hér er hægt að skoða dagskrá BAUTAMÓTSINS sem haldið verður í Skautahöllinni á Akureyri nú um helgina. Þarna verða samankomin tæplega 70 börn, þ.e. 38 frá SA, 15 frá Birninum úr Grafarvogi og 11 frá SR. það verður mikil keppni auk þess sem liðin ISL Selects og Cougars fá þarna þjálfun og undirbúning fyrir keppnisferð annarsvegar til Noregs og hinsvegar til Svíþjóðar sem er á dagskrá þeirra á næstu vikum og víst er að þau munu verða íslensku hokkí til sóma á erlendri grund. BAUTINN er styrktaraðili þessa móts og við þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.

Viðar Jónsson í veikindaleyfi

Framkvæmdastjóri félagsins, Viðar Jónsson, verður í veikindaleyfi frá störfum fram á vorið.  Viðar lenti í hörðum árekstri í vondu veðri er hann var á heimleið eftir íshokkíleik í Reykjavík í fyrra, en hann var að ferja nokkra leikmenn úr kvennaliði SA.  Hann hefur glímt við afleiðingar þessa slyss síðan og því var brugðið á það ráð að undirritaður myndi sinna hans störfum að einhverju leyti fram til vors.  Óskum við Viðari skjóts bata svo hann geti sem fyrst hafið störf að nýju. 

Fyrirspurnum varðandi félagið og skautahöllina er eftir sem áður hægt að senda á skautahollin@sasport.is

Með kveðju,

Sigurður Sveinn Sigurðsson
Formaður SA.