Foreldrafundur A, B og C

Foreldrafundur verður haldin mánudagskvöldið 13 desember fyrir foreldra A, B og C iðkendur klukkan 18.00. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi skautahallarinnar. Umræðuefni á fundinum er mót eftir áramót (innlend sem erlend), skautabúðir (hér á landi eða erlendis), hópaskiptingar og fl.

Tvíhöfði hjá Valkyrjum um helgina

Um helgina mætir kvennalið Skautafélags Reykjavíkur hingað til Akureyrar til þess að etja kappi við Valkyrjurnar.   Spilaðir verða tveir leikir, sá fyrri á föstudagskvöldinu og sá síðari á laugardaginn kl. 17:30.  SR liðið er nýtt í deildinni, en gerði sér lítið fyrir og lagði Ynjurnar að velli með einu marki í síðustu viðureign liðanna.  Liðið er að mestu skipað nýliðum í íþróttinni en inni á milli leynast reynslumeiri leikmenn, er þar má m.a. nefna markvörðinn hana Margréti sem spilaði með SA í fyrra og einnig hana Öggu sem hefur verið einn helst markaskorari í kvennadeildinni undanfarin ár.

FJÁRÖFLUN JÓLAPAPPÍR

Enn eru til nokkrar pakkn. af jólapappír til fjáröflunar. Endilega klárum þetta sem allra fyrst, það sem ekki selst þarf foreldrafélagið að borga og félagið stendur ekki vel, við getum ekki skilað til heildsölunnar.

Endilaga hafið samband við rakelhb@simnet.is eða 662 5260 ef þið viljið fá pappír.

Nýjar vörur

ER búin að fá munstraðar skautatöskur. Erum líka með snjóbretta poka / töskur og skíða poka/ töskur.

Allý- allyha@simnet.is / 8955804  Er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30

Morgunæfing

Hæhæ

Það er morgunæfing á morgun (6:30 - 7:20) fyrir C1 til þess að æfa jólasýninguna!:)

Vonumst til að sjá sem flesta

-Berglind og Ólöf 

Ný sending af skautatöskum

Á morgunn þriðjudag koma nýjar munstraðar skautatöskur. Þeir sem eru að hugsa um þær fyrir jólin eru beðnir að hafa samband sem fyrst.

Allý - allyha@simnet.is / 8955804  Er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30 :o)

Íslandsmót ÍSS

Þá er Íslandsmóti ÍSS lokið og komu nokkur verðlaun í hlut skautara frá LSA

Í flokki 12 A var Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 2 sæti, í Novice B var Birta Rún Jóhannsdóttir í 2 sæti og Hrafnhildur Lára Hildudóttir í 3 sæti. Við óskum þeim til hamingju. Úrslit mótsins má sjá á síðu Skautasambands Íslands http://www.skautasamband.is/static/files/islandsmot10/ 

Vinningshafar í Hangikjöts-Lottó

Dráttur hefur farið fram í Hangikjöts-Lottóinu og eftirfarandi hlutu vinning 

KEA styrkir ungliðastarf Hokkídeildar, Kærar þakkir KEA.

Þann 24. nóv. síðastliðinn ákvað KEA að veita Hokkídeild Skautafélags Akureyrar 200.000,- kr. styrk til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir byrjendur og yngri iðkendur deildarinnar. Þessi styrkur er ómetanlegt framlag til nýliðunar og ungliðastarfs deildarinnar og aðkoma sterkra aðila að uppbyggingu í íþróttastarfi er það sem gerir okkur mögulegt að halda úti öflugu starfi börnunum okkar til heilla og hollustu í erfiðu árferði niðurskurðar og samdráttar. Íshokkídeildin vill nota tækifærið og þakka öllum sem styðja við starfið með stóru eða smáu og gera okkur þar með mögulegt að halda starfinu áfram.  Kærar þakkir.

Skauta- og útivistaratnaður frá Everest

Langar að minna á að ég er með umboðssölu frá Everest. Er með gott úrval af Mondor sokkabuxum f. skautara, flísbuxum o.fl.

Svo get ég útvegað frábæran útivistarfatnað. Endilega kíkið inná everest.is og hafið samband ef það er eitthvað sem ég get hjálpað með rakelhb@simnet.is 662 526 

Upplagt í jólapakkann :)

kv. Rakel Bragadóttir.