Úrslit fyrri dags Kristalsmóts

Kristalsmót Egilshöll 2010:

Í dag kepptu 12 C og Novice C og fengum við þar 3 sæti.

Í flokki 12 C hreppti Iðunn Árnadóttir 2. sæti og Harpa Lind Hjálmarsdóttir 3. sæti

Í flokki Novice C var það svo Bergdís Lind Bjarnadóttir sem lenti í 1. sæti.

 Stúlkarnar stóðu sig allar með prýði og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Víkingar - SR fyrri leikur 4 - 3

Í gærkvöldi fór fram hörku viðureign á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri.  Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og úrslit réðust ekki fyrr en í framlenginu þar sem Jón Gísla og Jói Leifs kláruðu leikinn.

Fyrsta markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Hilmar Leifsson hamraði pökkinn frá bláu eftir sendingu frá Jóni Gísla og kom Víkingum í 1 – 0.  Önnur lota var í meira lagi sérstök þar sem Víkingarnir fengu 7 tveggja mínútna dóma og voru því meira eða minna í nauðvörn.  Í tvígang voru Víkingar 3 á móti 5 en SR tókst aðeins að nýta sér liðsmuninn í annað skiptið.  Gestirnir settu þrjú mörk, eða öll sín mörk í leiknum í þessari lotu en þar voru á ferðinni hinn finnski Timo Koivumaki, Tómas Tjörvi og Pétur Maack.  Sigurður Sigurðsson minkaði muninn skömmu fyrir lok lotunnar með aðstoð frá Rúnari Rúnarssyni og Einari Valentine. 

2 meistara flokks leikir um helgina

SR mun sækja okkur heim annað kvöld kl. 22,00 og seinni leikurinn verður svo á laugardag kl. 19.40 eða strax eftir að barnamótnu lýkur þann daginn. SR og Víkngar hafa mæst einu sinni áður í vetur og þá í laugardal þar sem SR vann 5 - 2. Víkingar ætla sér örugglega öll 6 stigin sem í boði eru þessa helgina og nú skorum við á alla áhangendur og velunnara að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum.    ÁFRAM SA ..........

STÓRMÓT fyrir yngrafólkið á Akureyri um helgina

Nú um helgina 20. og 21. nóv. verður hér í Skautahöllinni á Akureyri Stórmót fyrir yngstu iðkendurna í íshokki. Hér verða saman komnir 150 krakkar og dagskráin (má skoða hér) er frá 8,00 til 19,00 á laugardegium og frá 8,00 til 13,00 á sunnudeginum. Leikmanna listi SA

TVEIR KASSAR EFTIR

Vil benda ykkur á að ég á enn tvo kassa af kertum vill ekki einhver losa mig við þá endilega hafið samband og fáið ykkur kerti til að  selja eða bara kaupa og styrkja æfingabúðirnar sem verða í sumar. Þið þurfið ekki að taka heilan kassa.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Vil líka benda ykkur á bestu jólagjöf skautabarnsins, skautatöskur með sér hólfi fyrir skautann, mjúkar skautahlífar og mondor skautabuxur þetta á ég til.

Símanúmer fararstjóra

Í ferð á Kristalsmót verða fararstjórar

Hafdís Hrönn Pétursdóttir s. 862 2171

Sigrún I Hjálmarsdóttir s.  864 5356

Inga Gestsdóttir s. 698 2703

Því miður forfallaðist Hrafnhildur.

Brottför frá Skautahöll kl. 13 á föstudag

Heimkoma verður sett inná síðuna þegar hún liggur fyrir.

fh.foreldrafélagsins

Rakel

leikur Jötna og Bjarnarins

nú eru búnar 10 mín af leiknum og staðan 0-0 ein refsing hefur verið dæmd á Jötna fyrir hooking en þeir stóðu það af sér

átta mín eftir af 1 lotu og Björninn skorar 0 -1

 

Jötnar spila við Björninn í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 mætast hér í Skautahöllinni Jötnar og Birnir en aðeins er liðin vika síðan liðin áttust síðast við sunnan heiða.  Jötnar steinlágu í það skiptið og því stendur til að hefna fyrir ófarirnar í kvöld.  Liðin eru jöfn að stigum í Íslandsmótinu, bæði með tvo sigra.  Jötnar hafa sigrað bæði SR og Víkinga, en Björninn hefur bara sigrað Jötna.  Samkvæmt þessari tölfræði ættu Jötnar að geta strítt þeim eitthvað en illa hefur gengið það sem af er vetri.

Kristalsmót

Farið verður frá Skautahöll kl. 13 á föstudag. Allir þurfa að hafa með sér nesti á leiðinni suður. Vasapening 2000 sem iðkendur afhenda fararstjóra í rútu. Þessi vasapeningur verður notaður f. bíó á laugardag og nesti á heimleið.

Komutími á sunnudag verður settur inn þegar hann liggur fyrir.

Allir þurfa að hafa með sér sæng/kodda eða svefnpoka.  Vinsaml. farið yfir tékklista f. mót s.s. sokkabuxur, hárskraut o.fl.

Fararstjórar eru Hafdís ( Aldís Lilja), Inga (Birgitta Rún) og Sigrún (Harpa Lind) Símanúmer fararstjóra koma inná síðuna fyrir brottför.

Það eru fimm sæti laus í rútunni, ef einhver hefur áhuga á að nýta sér það. Kostar 8000,- báðar leiðir. Ef einhver hugsar sér að nýta sér sæti í rútunni er viðk. vinsamlegast beðinn að setja sig í samb. við rakelhb@simnet.is eða i síma 662 5260

Munum svo eftir góða skapinu og verum til fyrirmyndar á gistiheimili, skautahöll og í rútu. 

Þið eruð allar frábærar og flottar stelpur sem farið saman suður. Vonum að þessi ferð verði ánægjuleg hjá ykkur.

Foreldrafélagið

 

 

Valkyrjur unnu Björninn 5 - 0

Á laugardagskvöldið mættust Valkyrjur og Björninn en þetta var í annað skiptið sem liðin mætast í vetur.  Valkyrjur komu vel stemmdar til leiks og fóru nokkuð létt með gestina, stjórnuðu leiknum frá upphafi og hleyptu Birninum aldrei inn í leikinn.  Fyrsta lotan fór 2 – 0 og mörkin skoruðu þær Hrund Thorlacius og Kristín Björg Jónsdóttir.  Í 2. lotu juku Valkyrjur muninn um eitt mark, eftir gott skot frá bláu línunni frá Önnu Sonju Ágústsdóttur í „power play“.